10/15/2004

Bíóblogg

Jahérna, hvað ég er búinn að vera duglegur við að fara í bíó síðustu daga ... Í gær, þegar ég hafði einmitt ekkert að gera sbr. síðustu færslu, ákvað ég að fara í bíó. Einn. Á Næsland. Ég entist ekki nema fyrri helming myndarinnar, enda sjaldan sem ég hef séð jafnóáhugaverða byrjun á kvikmynd. Ekki það að myndin hafi verið leiðinleg per se, heldur bara afskaplega uninteressant. Mér gat ekki staðið meira á sama um hvað myndi gerast næst. Svo ég gekk út. Maður getur leyft sér svona þegar maður fær frítt í bíó ...

Þar með lauk samt sem áður ekki bíóævintýri miðvikudagsins. Nehei. Ég ákvað að fara á allt öðruvísi mynd í staðinn: Resident Evil: Apocalypse. Sú mynd var vægast sagt "stunningly awful". En samt ekki jafn óáhugaverð og Næsland, hence ég entist þessa til endaloka. Mér fannst reyndar fyrri Resident Evil myndin nokkuð skemmtileg, en þetta var nú frekar mikið rusl. Gaman að sjá smá Tomb-Raider-takta í Millu og konunni sem lék Jill Valentine (brilliant karakternafn, btw), en hríðskotara-klippinging var frekar pirrandi. Og endirinn. Guð, endirinn ...

Svo fór ég áðan á myndina Shark's Tale! Það var bara nokkuð skemmtileg mynd. Langt síðan ég hef farið á tölvuteiknimynd. Og Sveinbjörn bauð mér! Dankeschön, Sveinbjörn! Gaman að sjá barnamynd þar sem óspart er vísað í Jaws, The Godfather og The Ring ... hvað ætli margir krakkar fatti þá brandara? Ég held t.d. að fullt af fólki hafi hlegið án þess að vita af hverju þegar einn hákarlinn fór að tala um theme-song hákarlanna (þ.e. Jaws-stefið ...)

Djöfull langar mig samt að sjá Saw. Og Sky Captain and the World of Tomorrow. Og svo bara Cellular á morgun? Eða Anacondas, jafnvel! Hahahahaha. Nei. Cellular.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home