10/04/2004

Geðveik helgi

Það er ekki annað hægt að segja en að síðastliðin helgi hafi verið neitt annað en geðveik, og þá á alla mögulega vegu.

Föstudagskvöldið byrjaði rólega í mjög kósý afmælismatarboði hjá Lindu og Bjössa (Linda varð 20 í gær - til hamingju með það! :*) þar sem boðið var upp á mjög ljúffenga pizzu og æðislega eplaköku. Við horfðum m.a. á Idolið sem, þrátt fyrir að hafa verið frekar sorglegt, var nokkuð fyndið.

Svo var stefnan tekin í partý til Jóa Kalla í Skipholtinu. Þar var stuðið byrjað áður en ég kom, en ég var fljótur að koma mér í gír með ódýru hvítvíni og captain í kók (mæli reyndar með hvorugum drykknum ...) og svo var stefnan tekin á Jón Forseta í eitthvað smá djamm, því morguninn eftir þurftum við að vakna snemma og hjálpa Rauða krossinum að safna pening! Djammið á Jóni entist frekar stutt því upp komu vandamál með skilríki og löggan mætti á staðinn og svoleiðis skemmtilegheit, svo ég nældi mér far í Garðabæinn með Valda sem er búinn að vera nágranni minn í 6 ár en ég fatta fyrst hver var fyrir rúmum mánuði. Það eru svo sterk nágrannatengsl hér í Garðabænum :P

Anyways, við vöknuðum öll mishress á laugardeginum og gengum til góðs fyrir Rauða krossinn. Göngutúrinn sá var einstaklega fínn, enda veðrið frábært. Svo kom hápunktur helgarinnar, Sumarbústaðaferð Dauðans Part 2! (Sumarbústaðaferð Dauðans Part 1 var fyrir ca. mánuði). Að þessu sinni hélt hópurinn, þ.e. krakkar úr Ungliðahreyfingu Samtakanna '78, upp í Biskupstungur í rafmagns-og vatnslausan sumarbústað, sem var samt sem áður svakalega kósý (courtesy of Magnömmu hennar Birnu. She fights crime). Gjörsamlega brilliant ferð í alla staði. Skál fyrir því! :P

Ferðin endaði á mjög týpískan máta. Ég var á bíl, þ.e. litlu Mözdudruslunni, og eins og þeir sem í hana hafa farið vita, þá eru ýmsir vankantar á henni. M.a. dekkin, sem eru alltaf nokkuð (mikið) lin. Alllllllaveganna, þá erum við Valdi, Jói Kalli og Atli búnir að keyra í nokkurn tíma þegar bíllinn byrjar að vagga mjög skringilega - svona eins og dekkin séu ekki almennilega föst undir honum. Soldið eins og að keyra á skautasvelli. Ég með mína yfirnáttúrulegu bílaþekkingu og kommon sens ákveð að þetta sé allt útaf vindinum (sem var reyndar mjööööög sterkur). Þegar við erum búnir að keyra svona alveg til Hveragerðis er okkur mjög vinsamlega bent á það af öðrum bílum með okkur í umferðinni að það er eitthvað meira að en bara vindurinn. Við stoppum bílinn og sjáum að eitt afturdekkið er gjörsamlega tómt!

Til þess að gera langa sögu stutta þá pumpuðum við lofti í dekkið í von um að það myndi virka a.m.k. til Reykjavíkur, en ekki varð okkur að ósk okkar því það gjörsamlega tæmdist í því sem við vorum að keyra í bæinn, svo við þurftum að sýna snilldartakta og skipta um dekk. Ólíkt því sem margir myndu halda, þá tókst okkur fjórum strákunum úr Ungliðahreyfingunni að skipta um dekkið á auðveldan og fljótan hátt! Og á varadekkinu komumst við á leiðarenda.

Og þar með lýkur þessari helgarsögu. Hananú. Vonandi er hún skemmtilegri en ég held að hún sé ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home