ÚSLTAA #2
Ég frétti af því í dag að Skífan væri byrjuð með útsölu og væri að selja diska með Tori Amos og Fleetwood Mac á hrikalega lágu verði. Ég fékk áfall. Tori Amos og Fleetwood Mac er nefnilega það eina sem mig langar að kaupa í tónlist þessa dagana! Ég fór þess vegna glaður og spenntur út í Skífuna í Kringlunni og ætlaði að gera góð kaup, þrátt fyrir merkilega mikið peningaleysi og ... ja, bara fann ekki neitt. Jú, ég fann Best of Fleetwood Mac diskinn sem ég keypti fyrir mánuði á helmingi lægra verði núna. Jess! En þetta var ansi mikil anticlimax. Ég er hinsvegar fullviss um það að úrvalið niðrí bæ verði betra, svo ég legg leið mína þangað á morgun.
Svo ætlaði ég að skrifa meira en ein setningin varð svo löng og hallærisleg að ég hætti bara við allt saman. Þarf hvort eð er að fara að læra undir sálfræðipróf. Nenni því svooooooo ekki! Oh. Ugh.
Lag: Anything But Down - Sheryl Crow
Mynd: Monster. Charlize Theron er SCHWAKALEGA góð í þessari mynd.
Bæti svo við linkum á Ingu (sem ég get ómögulega ekki kallað "rollu", eingöngu vegna síðustu bloggfærslu sinnar :D) og svo Loru, en þær hefðu átt að vera linkaðar fyrir löngu. Ég er bara latur og ósjálfbjarga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home