DVD leiðindi
Það eru 16 myndir sem ég á í láni einhversstaðar úti í bæ, þar af eru 7 sem ég hef ekki hugmynd um hvar eru. Ég var t.d. rétt í þessu að panta af netinu 2 myndir sem ónefnd manneskja týndi. Hinar fimm eru: The Mummy, Die Hard: Special Edition, Gladiator, The Terminator: Special Edition og In Dreams. Og svo er The Mothman Prophecies að öllum líkindum í Tælandi. Mér vill þessar myndir til baka! Svo var ég rétt í þessu að komast að því að hver sá sem var með Minority Report síðast í láni gleymdi því að SETJA DISKINN AFTUR Í HULSTRIÐ! Ég get semsagt bætt Minority Report á þennan sama lista. Og hver var með hana í láni? Hef ekki hugmynd. Ég er ekki nógu skipulagður ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home