Auglýsing!
Já, blogg dagsins í dag verður auglýsing fyrir ítalska horror-maraþonið á lagningadögum á morgun. Voða shameless, I know ...
Allaveganna, á morgun - miðvikudaginn 25. febrúar - frá klukkan 9-15 verða sýnd þrjú ítölsk meistaraverk úr smiðju hryllingskóngsins Dario Argento. Myndirnar eru eftirfarandi:
9.00 SUSPIRIA (1977): Líklegast þekktasta myndin sem Argento gerði og er án efa ólík öllu öðru sem þið hafið áður séð. Litadýrð, blóðsúthellingar og ein háværasta kvikmyndatónlist sögunnar gera Suspiriu að lífsreynslu sem þið eigið ekki eftir að gleyma. Myndin segir frá amerískri ballerínu sem fer til Þýskalands í virtan balletskóla en kemst brátt að því að ekki er allt með felldu þegar nemendur skólans fara að týna tölunni. Að mínu mati ein flottasta mynd sem gerð hefur verið og líka ein af mínum allrauppáhaldsmyndum!
11.00 TENEBRAE (1982): Tenebrae er svona fast-food mynd dagsins, svona einskonar kvikmyndaleg rússíbanareið. Amerískur rithöfundur kemur til Rómar (see a pattern here?) að kynna nýjustu bók sína og sama dag er ung kona myrt og síður úr bókinni finnast á líkinu. Líkin fara að hrannast upp með hverjum degi og rithöfundurinn þarf að leysa ráðgátuna flóknu (überflóknu) til að halda lífinu. Skemmtilegasta myndin sem Argento hefur gert til þessa og endirinn með því blóðugasta sem ég hef séð!
13.00 OPERA (1987): Af flestum talin síðasta meistaraverkið hans Argentos og um leið sú útpældasta af þessum þremur, með ýmsu skemmtilegu til að spá í eftir að myndinni er lokið. Fjallar um unga óperusöngkonu sem fær aðalhlutverkið í Macbeth eftir Verdi á síðustu stundu eftir að keyrt er á aðalsöngkonuna. Svo virðist sem að unga söngkonan eigi sér geðsjúkan aðdáanda sem rænir henni og límir nálar undir augnlok hennar svo hún geti ekki lokað augunum þegar hann drepur hennar nánustu. Ótrúlega flott mynd í alla staði, enda á sínum tíma dýrasta ítalska mynd sem gerð hafði verið, og inniheldur án efa flottasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð ... byssukúla, gægjugat og slo-mo dauðans ... algjört heaven!
Ég vona að flestir sjái sér fært um að mæta!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home