2/16/2004

CHICAGO!

Guð! Að ég skuli hafa gleymt því merkilegasta sem gerðist þessa helgi! Ég fór náttúrulega á CHICAGO, sýningu sem ég hélt í fyrstu að yrði hallærisleg, en kom svo út af með risastórt bros á vör. Djöfull var þetta flott og geðveikt!

Sko, byrjum á byrjuninni ... ég kynntist fyrst Chicago eins og flestir, með myndinni (starring Catherine Zeta-Jones, Renée Zellweger and Richard Gere). Áður en ég sá myndina fór ég eitthvað að hlusta á The London Cast Recording og varð gjörsamlega ástfanginn af tónlistinni í myndinni. Reyndar bara fyrri helmingnum af tónlistinni, því ég vildi ekki vita hvernig allt endaði og hlustaði því ekki á seinni helminginn :)

Svo sá ég myndina og skemmti mér svona ágætlega. Myndin er góð og allt það, en hún er alveg svaaaakalega leikritsleg og passar ekki alveg á hvíta tjaldið. Svo fannst mér líka að þau gerðu tónlistina aðeins kraftlausari en hjá Bretunum ...

Fast forward nokkra mánuði: Leikritið var auglýst á Íslandi. Ég bjóst ekki við miklu, enda gat ég ekki ímyndað mér að Íslendingar af öllum gætu gert flottan söngleik að veruleika. Little did I know ...

Chicago er bara með því flottasta sem ég hef séð um ævina! Þetta er allt svo ótrúlega, ótrúlega vel gert og skemmtilegt að ég kemst hreinlega ekki yfir það! Leikararnir eru allir FULLKOMNIR - syngja vel og dansa vel og syngja og dansa í sameiningu mjög vel! Svo er búið að yfirfæra leikritið á íslenskan veruleika (af Hallgrími Helgasyni, held ég) sem gerir það að verkum að húmorinn er mun beittari og leikritið verður einhvern veginn meira ... relevant. Allt í allt miklu, miklu skemmtilegra og betra og flottara en myndin. Og Jóhanna Vigdís er bara æði!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home