Brabra Stræsönd
Þegar ég kom heim í dag þá lágu tveir bíómiðar á forsýningu á myndina Monster á skrifborðinu mínu. Hvernig komust þeir þangað? Hver stendur fyrir þessu? Á ég mér kannski leyndan aðdáanda? Kannski einhvern sem heldur að sér verði boðið með? Ah, ef svo er þá má sá hinn sami vara sig því ég ætla hér með að bjóða hverjum þeim sem les þetta blogg á næsta korteri að koma með mér í bíó á Monster. Þið hafið til kl. 16.04 að láta mig vita!
Dagga hin góða skrifaði fyrir mig ekki einn heldur tvo diska með Spilverki þjóðanna og gaf í dag. Djöfull er þetta ógeðslega flott hljómsveit. Ég er með Aksjónmaður á heilanum núna. Svo lítur allt út fyrir það að ég sé að fara að syngja bakraddir með Döggu á söngkeppni MH, við lagið Nei sko, með Spilverkinu. Þetta verður æði, no doubt.
En hvað verður þá um Dammit Janet sem ég ætlaði upprunalega að taka með Völu? Svo beilaði Vala og Fríða kom í staðinn. Og nú veit ég bara ekki hvað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home