2/15/2004

Súr helgi

Ég er orðinn geisladiskageðveikur. Á rúmri viku hefur mér tekist að kaupa 7 geisladiska. Einn fyrir hvern dag, ef svo mætti að orði komast. Sá síðasti var The Best of Gerswhin, en mig langaði allt í einu allsvakalega að hlusta á Rhapsody in Blue. Það er mjög skemmtilegt verk.

Förum samt yfir helgina ...

Ég ...

* Fór að vinna, sem var frekar leiðinlegt en ég var a.m.k. ekki þunnur
* Fór á Lost in Translation í bíó með Atles og hafði gaman af
* Fór í heimsókn til Sveinbjörns og Halldóru og borðaði þar ís með ógeðslegra góðri súkkulaði sósu, a lá Halldóra. Þess má einnig geta að tónlistin sem spiluð var þegar ég gekk inn til þeirra var eftir Ravel (og gjöf frá mér :P)
* Borðaði tvisvar sinnum salatbar frá Nóatúni, sem var ágætt nema hvað mini-tómatarnir voru eins og lítil, en bragðgóð, kýli sem sprungu þegar maður beit í þau
* Dánlódaði Toxic með Britney
* Kláraði að setja myndir frá Sviss í albúm. Loksins!
* Gerði semsagt voða lítið merkilegt

En hvað gerði ég ekki?

Ég ...

* Lærði ekki heima
* Fór ekki á Valentínusarballið í Iðnó
* Horfði ekki á Hitchcock-maraþonið hjá RUV, þótt mig hafi langað til þess
* og ... guð ég veit ekki ... jú ...
* Hafði ekki nógu mikið ímyndunarafl til að gera þetta blogg skemmtilegra

Og hananú.

ps. mun Baldvin Kári verða svona í framtíðinni???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home