Fjölbreytni
Bara svo þið haldið ekki að ég geti bara talað um Stevie Nicks og Fleetwood Mac, þá ætla ég aðeins að segja frá bókunum sem ég var að taka á bókasafninu (ég lifi svo spennandi lífi að það er ekki fyndið ...)
Anyways, ég er mjög spenntur fyrir þessum bókum, en þær eru: Beloved eftir Toni Morrison (byrjaði á henni í dag - hún lofar mjööööög góðu), Alias Grace eftir Margaret Atwood, A Passage to India eftir E.M. Forster og svo The Shipping News eftir Annie Proulx. Og ég á ennþá eftir að klára Dark Tower bækur nr. 5 og 6 OG Coraline eftir Neil Gaiman sem ég gaf mér í jólagjöf!
Og ég held í alvörunni að mér takist þetta!
Svo langar mig líka að segja frá því að í ensku í dag var surprise-próf úr Julius Caesar (suprise að því leyti að ég hafði ekki fyrir því að muna eftir því úr síðasta tíma) sem innihélt ritgerðarspurningu úr völdum kafla leikritsins. Góðir lesendur, ég fór á svo þvílíkt flug í þessari ritgerð að ég hef aldrei vitað annað eins. Þó svo ég hafi ekki endilega fylgt öllum leiðbeiningum ritgerðarinnar (eins og t.d. staðsetja kaflann í Act og/eða samhengi í heildarleikritinu) þá er hér um dýrindis ritsmíði að ræða. Ég efast ekki um það að enskukennarinn minn eigi eftir að skemmta sér konunglega við lesninguna. Ég vona bara að hann dragi mig ekki niður fyrir að segja ekki að textinn sé úr Act I eða eitthvað svoleiðis kjaftæði því ég veit það alveg. Það er bara hryllilega ljótt að byrja ritgerð á því að segja: This is from Act 1, right after this or that ... blablabla.
Og nú ætla ég að horfa á vídjó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home