9/13/2004

Dugnaður!

Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur í dag! Fór á bókasafnið og tók mér tonn af áhugaverðum bókum til að lesa fyrir yndislestur (Beloved og Alias Grace hljóma skemmtilegastar), fór svo heim og lærði allt fyrir þýsku OG sálfræði (sem ég á ekki einu sinni að vera búinn með fyrr en á FÖSTUDAGINN!) og byrjaði meira að segja á leiðinlegu söguverkefni en neyddist til að hætta vegna þess að það var mun leiðinlegra en ég hélt.

Í gær var ég líka duglegur. Duglegur við að veiða uppi sjaldgæf Stevie Nicks lög! Í því questi fann ég t.d. "Whenever I Call You "Friend"" dúettinn með henni og Kenny Loggins, en það er eitt af þessum lögum sem ég hef verið með á heilanum lengi en hef aldrei vitað hvað heitir o.s.frv. Það er svo flott lag ... "Sweet love showing us a heavenly light - I've never seen such a beautiful sight!"

Mér tókst þó ekki að finna Designs of Love, demo-útgáfuna af That's Alright sem er í augnablikinu uppáhalds Stevie Nicks lagið mitt ásamt Fireflies. Ótrúlegt að Fireflies hafi aldrei verið gefið út nema á live-disk ... að hugsa sér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home