9/10/2004

Tileinkað Halldóru

Og tími kominn til. Það er orðið, eins og glöggir aðdáendur hafa máski tekið eftir, dulítið langur tími síðan hér var síðast bloggað. Ég kenni öllum öðrum en sjálfum mér um það - they've kept me from it, I say! Hear me speak out the truth!

En þökk sé hinni gullfallegu Halldóru og nýju gullfallegu iBook tölvunni hennar, þá sit ég hér í húsakynnum hennar og Sveinbjarnar Arinbjarnar og blogga sem aldrei fyrr! Hallelújah!

Ég hef reyndar verið að hugsa um að blogga í smá tíma og er það sökum nýliðinna "Indie-daga" í Háskólabíói, en ég fór á nokkrar myndir þar, þó ekki Coffee and Cigarettes sem mig langaði mjög að sjá. Ég ætla aðeins að tala um hinar ...

Super-Size Me
Skemmtileg mynd. Ekkert meira en það. Ég er ekki hættur að borða McDonald's. Nuff said. Mér fannst hún draga athyglina óþarflega mikið að McDonalds í stað mun áhugaverðari þátta sem komu fram í myndinni. En, eins og ég segi, mjög skemmtileg. Fór á frumsýninguna með leikstjóranum. Varð bara að koma því að ... mont mont mont.

Saved
Soldið fyndin og soldið skemmtileg, en frekar misheppnuð og ómerkileg mynd. Macauley Culkin fer óstjórnlega í mínar fínustu, því miður.

Spellbound
Mjög skemmtileg mynd. Atli nokkur Freyr nokkur Steinþórsson eyðilagði þó mikið með gjörsamlega tilgangslausum og sjálfselskum athugasemdum í gegnum myndina. Ég þurfti t.d. ekki að vita hvaða orð Atli gat stafsett sjálfur.

Ken Park
Vinsælasta mynd sýningarinnar og jafnframt sú grófasta. Ætli þar séu tengsl þar á milli? Neiiiiiii, Íslendingar eru ekki svo mikið á þörfinni, er það nokkuð ...? Anyways, controversy aside, þá er Ken Park frekar góð mynd og ég hafði mikið gaman af henni. Ekki næstum því jafn gróf og talað er um (eða frekar ekki jafn in-your-face) og hefur tilgang og alles. Ég var hæstánægður.

Capturing the Friedmans
Úff marr! Alveg stórmerkileg mynd sem ég mæli með að allir sjái. Vil ekki segja meir ... algjör snilld.

The Shape of Things
The one that got away ... ég bjóst ekki við neinu af þessari mynd og það er kannski þess vegna sem hún kom mér mest á óvart. Ég hef ekki verið ötull aðdáandi Neil Labute hér áður fyrr, en þessi mynd fannst mér alveg frábær. Mjög óvenjulegur tökustíll og skemmtilega öðruvísi klippingar og svo handrit sem kýlir mann beinlínis í magann þegar fer að líða á myndina. Mögnuð mynd, vægast sagt! Og glæsilega leikin - Paul Rudd og Rachel Weisz sýna á sér hliðar sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til! Mæli með þessari fyrir alla.

Þá er ég búinn í bili en vil enda þetta á því að minnast á Baldvin. Og á hann hefur nú verið minnst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home