Dansandi af gleði!
Ég stóðst ekki mátið.
Að eyða mörgum klukkutímum í það eitt að hlusta á Stevie Nicks hefur bara eitt í för með sér. Ég varð að kaupa The Dance DVD diskinn með Fleetwood Mac. Ég varð hreinlega að sjá þau á tónleikum! Og nú er það búið og gert og er gripurinn hinn eigulegasti, þó svo hann geri eiginlega bara illt verra - núna langar mig helst að hafa séð þessa tónleika live! Eða frekar sjá þau spila ca. 1977-1982. Djöfull hefði það verið æðislegt! En það er víst ómögulegt ...
Ég held þess vegna áfram leit minni að sjaldgæfum lögum með henni Stevie og - viti menn! - var að finna Designs of Love sem ég var einmitt að leita að um daginn! Hlakka mikið til að hlusta á það! :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home