9/19/2004

Sunnudagskvöld

Síðustu klukkutímana hef ég verið að reyna að lesa fyrir sálfræðiprófið sem ég er að fara í á morgun, en það hefur gengið upp og ofan. Annað hvort er textinn svona leiðinlegur eða ég svona fattlaus, en ég er a.m.k. ekki að meika það að lesa þetta. Þetta er bara því miður ekki að ganga upp. Ég kvíði þó engu. Mér hefur aldrei gengið illa í sálfræðiprófi og ég kann þetta meira og minna utanað. Það er bara alltaf leiðinlegt að læra fyrir próf. Það er boðskapur þessarar færslu.

Og svo á Alexander Scheuner, svissneski bróðir minn, afmæli í dag! Til hamingju með það! :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home