11/07/2004

Update

Þetta var nú skemmtileg helgi. Ég hélt að ég myndi missa mig þegar Gwen Stefani var spiluð á Jóni Forseta á föstudaginn. Tvisvar. Heavenly.

Ég er ennþá að gera sálfræðiskýrslufyrirlestur sem flytjast á í fyrsta tíma á morgun, og gengur það furðulega vel þó svo ég hafi ekki byrjað af alvöru fyrr en í dag. Ég held barasta að þetta verði fyrirmyndar fyrirlestur!

Og meira um hvað ég er industrious. Ég kláraði að lesa Alias Grace á mettíma og byrjaði svo umsvifalaust á "Murder is Announced" eftir snillinginn Agöthu Christie. Það er æðisleg bók og ég tók fyrstu 270 blaðsíðurnar af henni á einu bretti og gerði það auðveldlega. Það er svo erfitt að hætta að lesa bækurnar hennar. Miss Marple er líka svo yndislegur karakter! Svo er það bara A Passage to India næst ... gaman gaman.

Bíóferð síðustu viku var svei mér menningarleg. Ég fór með Atla Frey og Hjalta Snæ á Alexander Nevsky eftir Eisenstein. Ég er búinn að vera aðdáandi tónlistarinnar úr sagðri mynd í langan tíma, enda var ég með Prokofiev-æði á tímabili, og var því ekki svikinn af myndinni sem inniheldur nokkuð magnaða blöndu af sterkum myndum og sterkri tónlist. Hljóðið í Bæjarbíóinu var þó ekki alveg on par miðað við Deutsche Grammophon diskinn minn ...

Þar á eftir var umsvifalaust farið á hitt rómaða listaverkið sem er í sýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar, Alien vs. Predator. Þá var Hjalta skilað heim og Baldvin sóttur í staðinn. Með fullri virðingu fyrir Ridley Scott og James Cameron þá verð ég bara að segja að mér fannst AvP hin ágætasta skemmtun. Algjört meistaraverk miðað við Alien Resurrection og aðeins tónlistin eftir Elliot Goldenthal og leikurinn í Alien 3 gera hana merkilegri en AvP. Predator-myndirnar báðar falla algjörlega í skuggann af AvP, þó svo fyrsta Predator-myndin eigi sér smá nostalgíusess hjá mér. Var ekki svikinn þetta kvöldið.

Fleiri props fá Hjördís og Birna fyrir föstudagskvöldið. Og auðvitað Atli Freyr sem óvænt mætti gallvaskur í þriggjamannapartýið og gerði það ennþá eftirminnilegra! Ég og Hjördís tókum svo laugardagskvöldið með stæl, bara við tvö, ELO, Chicago og GRACE JONES! Tomorrow, tomorrow, I love you tomorrow! Go við!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home