11/27/2004

Búinn á því

Ég er gjörsamlega uppgefinn eftir gærdaginn, gærkvöldið og morgundaginn. Allur gærdagurinn var djamm út í eitt frá 08.30 - ca. 04.30. Ég segi circa vegna þess að ég var hálfsofandi þarna undir lokin ... ég bara var ekki að höndla þetta. Ekki að meika það. Þurft'að feika'ða. Nei djók. Djóóóóóóóóóóók.

Það er soldið fyndið að við Íslendingar skulum segja svona oft "djók" á eftir e-u sem við meinum ekki. Ég reyndi nokkrum sinnum að segja þetta úti í Sviss, því þetta kemur svo náttúrulega hérna. Svo au naturale. Fólk var ekki alveg að fatta þetta þar, hvort sem það var svissneskt eða annarralendskt. Þetta er eitthvað speciality hér á landi, og skemmtilegt í þokkabót.

Í dag hófust tökur á myndbandinu Scorpions fyrir megahljómsveitina Isidor. Tökurnar gengu mjög vel, við tókum mikið upp (ekki alveg allt samt, to be continued í næstu viku) en vorum á fullu í mestallan dag ... og eftir aðeins 6 tíma svefn ... þá er ég BÚINN Á ÞVÍ! Og núna á að draga mig í þrefalt afmæli??? Ég held að stoppið verði stutt. Ganz stutt.

Og svo er það bara vídjó.

Já, og ég er búinn með ÖLL söguverkefnin mín, ergo búinn að leysa af hendi ÖLL verkefni menntaskólagöngu minnar utan munnlegs prófs í ensku og lokaprófsins í sálfræði. Ég er svo glaður!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home