11/30/2004

Úje ... eða hvað?

Eitthvað finnst mér það týpískt, að þegar í fyrsta skiptið á minni skólagöngu ég þarf bara að taka EITT lokapróf ... þá nenni ég ekki að lesa fyrir það!

Ok, er ég að ýkja. Ég er reyndar búinn að lesa alla bókina. Og allar glósurnar. Og öll heftin ... nema eitt. Og það er heftið frá helvíti. Það er svo laaaaaaangt! Ég get ekki fengið mig til að lesa það. Í staðinn fékk ég mig til að fara í tölvuna og skrifa afmæliskveðju email til hennar Maddie í Hawaii. Er ég ekki duglegur?

Nú fyllist ég samt sektarkennd. Klukkan er að verða ellefu ... ég þarf að vakna snemma ... ég ÞARF að lesa þetta ... oh. Helvítis. Ég er farinn.

2 Comments:

At 5:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

lesa allt bloggid, nokkud gott

 
At 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Predilection casinos? investigate this environmental [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] advisor and put up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also horn in with our blooming [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] furnish something at http://freecasinogames2010.webs.com and compensate in be realized to memoirs bucks !
another unsurpassed [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] locate is www.ttittancasino.com , during german gamblers, dub not hustling online casino bonus.

 

Skrifa ummæli

<< Home