11/13/2004

Heimtur úr helju

Ég vaknaði aðfaranótt þriðjudags kl. tæplega 3 skjálfandi, með hita og hálsbólgu sem síðar greindist sem e-r skringileg streptókokkategund. Síðan þá hef ég ekki getað borðað, varla getað talað og eiginlega ekkert sofið. Reyndar var síðasta nótt fyrsta nóttin síðan aðfaranótt þriðjud. sem ég svaf alla nóttina! Go svefn!

Ég verð nú bara að spyrja hver tilgangurinn með því að vera að skapa sjúkdóma eins og streptókokka er? Ég meina, but why?! Þetta er algjört helvíti! Ég var með svo mikinn hita á tímabili að ég gat varla staðið upp! Og svo þetta með að geta hvorki kyngt né borðað ... ughhhh ... og svo kom þetta allt upp á besta tíma, einmitt í vikunni sem ég ætlaði að vera extra-duglegur að læra o.s.frv. Ég gat náttúrulega EKKERT lært í þessum hryllilegu, hryllilegu veikindum, og eyddi mestöllum tíma mínum í að horfa á sjónvarp og vídjó. Aldrei kom myndbandið góða með Gwen Stefani á PoppTvíví allan þennan tíma. ALDREI! Óskiljanlegt.is

Núna er ég samt byrjaður að geta borðað aftur, sem er æðislegt. Ég er búinn að þamba appelsínudjús í allan dag. Reyndi líka að klára sálfræðiritgerðina mína, en nenni ekki að skrifa inngang. Allt hitt er búið. Og svo veit ég ekki hvað ég á að skrifa um í enskuritgerðinni minni ... Joseph Conrad? Gubb. Shakespeare? Gubb. Hamlet? Gubb gubb gubb! Og þetta eru þrír áhugaverðustu valmöguleikarnir af 8. Mig langar helst að fá að biðja um að skrifa um útkomuna ef andi Edgar Allan Poe hefði komið yfir Jane Austen. The Fall of the House of Darcy eða eitthvað svoleiðis ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home