11/15/2004

Það sem sagt er

Að segja að það sé allt á fullu hjá mér þessa dagana er understatement DAUÐANS! Það er bókstaflega ALLT að gerast. Tvær vikur í skólalok, allur SAG303 eftir, skila sálfræðiskýrslu, skila enskuritgerð & fyrirlestri + munnlegt próf sem er EINHVERN TÍMANN?!?!?!, dimmissjón, myndband fyrir Isidor, og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á eftir að gera í þýsku ... já og svo klára að lesa eina og hálfa bók í enskum yndislestri. Og ég var að jafna mig af streptókokkum.

Ég er að skemmta mér konunglega. Ekki.

Best að drífa sig á auglýsingakynningu hjá Eymundsson þar sem boðið er upp á veitingar ... ekki það að það sé ástæðan fyrir því að ég fari!

Og áður en ég gleymi því ... (eða, "Aukinheldur ...")

EDDAN 2004!

Guð minn góður, en sú hátíð. Að sjá allt þetta íslenska kvikmyndagerðarþotulið koma saman og klappa sjálfu sér á bakið var ansi sorglegt. Ég er samt alveg til í að vera partur af henni :D Það var eiginlega allt sorglegt við þessa athöfn, nema ræða nafnlausu konunnar í byrjun. Nafnlaus er hún því ég náði ekki að leggja nafn hennar á minnið. En ræðan var góð. Sigurvegari kvöldsins var, bíðið ... bíðið ... Kaldaljós! Surprise! Hilmar Oddsson þakkaði Vigdísi Grímsdóttur sérstaklega fyrir í þakkarræðu sinni þegar hann hlaut verðlaunin sem besti leikstjórinn. Þakkaði henni fyrir hvað? Að skrifa frábæra bók sem hann svo tilgangsleysti með kvikmyndun sinni? Myndin var eins og tóm, útþynnt útgáfa af bókinni - eins og beinagrindin af bókinni reyndar.

Samt verður nú að segjast að mér fannst Kaldaljós ansi góð mynd, tæknilega séð. Sagan var bara svo tilgangslaus án ýmissa hluta úr bókinni. Hún var miklu betri en Næsland. Dís sá ég aldrei, þó svo mig langaði til þess (Inner monologue: "Hún er ennþá í bíó ... farðu? ... uhhhh ... Nei.") Æi ég held að það sé eitthvað ofsalega tilgerðarlegt við Dís. Ég get ekki sagt af hverju eða staðfest þessa tilfinningu, en ég hef það svo á tilfinningunni að það sé mikið vísað í franskar kvikmyndir eftir Godard og heimsbókmenntir, og að það sé ekki gert á duldan og fagran hátt, heldur in-your-face til að sýna okkur hvað Silja Hauks og co. eru í raun og veru cosmopolitan, fáguð og miklir menningarvitar. En eins og ég segi þá hef ég ekki hugmynd um það. Langar samt að sjá myndina.

Öðrum verðlaunum hafði ég lítinn áhuga á, nema kannski stuttmyndunum, en þar kannaðist ég við heilar tvær myndir af fimm. Þarf ekki að gera eitthvað í þessu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home