11/18/2004

Hvað ég er duglegur

Ég er svo mikil sleikja. Á morgun á ég að tala lítillega um Sviss í þýskutíma. Ég er búinn að kaupa fullt af svissnesku súkkulaði fyrir bekkinn OG er í þessum töluðu orðum að baka Züpfe; svissneskt sunnudagsbrauð. Ég ætla að fá 10 í þessum áfanga.

Svo er ég líka búinn með eftirfarandi:

* Ritgerð + powerpointshow í Ensku um Joseph Conrad
* Ritgerð + powerpointshow í Sálfræði
* Verkefni í Þýsku
* Lokaritgerð um Galdrafárið í Sögu
* Klára hugmyndavinnu vegna myndbands
* Hitta Isidor vegna myndbands

Og þar með lýkur upptalningunni. Mig langar til að verðlauna mig. Annað hvort með því að fara frítt í bíó á eftir kl. 10 eða með því að borða súkkulaðið sem ég keypti fyrir bekkinn. Kannski bara að fara í bíó og kaupa súkkulaði þar? Pæling ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home