Ýmsar vangaveltur
Vá hvað það er eitthvað erfitt að búa til CV. Mér finnst það vera svo falskt að skrifa vel um sjálfan mig. Eins og ég sé að selja mig. En maður þarf víst að gera þetta. Ekki það að ég búist við því að fyrirtæki á borð við SagaFilm eða Pegasus eigi eftir að ráða mig byggt á svona CV-i ... en maður má reyna. Ég sé eitthvað svo fram á atvinnuleysi eftir áramót. Vill einhver ráða mig í vinnu? Ég er mjög skemmtilegur, góður og duglegur starfskraftur!
Mig langar náttúrulega mest að vinna við e-ð kvikmyndatengt, þar sem það er nú aðaláhugamálið - og svo ætla ég að sækja um kvikmyndaskóla fyrir næsta haust, svo það liggur beinast við að vinna í geiranum þangað til. En það væri gott að vera partur af einhverri klíku, bara til að fá smá aðstoð. Maður veit ekkert hvar maður á að byrja að leita ... Svo ég endurtek: vill einhver ráða mig?! :)
Annars eru sjálfsköpuðu kvikmyndaverkefnin ekki fá í augnablikinu. Á laugardaginn hefjast tökur á myndbandinu "Scorpions" fyrir hljómsveitina Isidor. Að öllum líkindum verður það meeeeeega flott myndband. Hugmyndin er það a.m.k. Og svo eftir að tökum á því líkur þá verður fljótlega lagt í að gera stuttmyndina "Heimsókn", sem er svona innihaldsrýr stílsæfing. Verður örugglega svakalega flott. Svo er það náttúrulega "Klara" sem er ennþá í tónlistarlegu limbói. E-r hér sem býður sig fram til að semja tónlist? Einu skilyrðin eru hæfileikar! :)
Ég vil svo ljúka þessu með því að mæla með því að fólk fari á myndirnar Mindhunters og The Saddest Music in the World í bíó sem fyrst. Þetta eru svakalega ólíkar myndir, en báðar stórkostlegar á sinn hátt. Mindhunters er svona high-concept whodunnit mynd eins og Hollywood er einu lagið að framleiða, nema hún er gerð af svo miklu, ja, panache og flare af átrúnaðagoði allra þenkjandi manna, Renny Harlin, að það er erfitt að hrífast ekki með. Svo er hún alveg furðulega vel leikin og samtölin eru mjög skemmtileg. Og ég hafði ekki HUGMYND um hver morðinginn var fyrr en í blálokin! Alveg með skemmtilegri myndum sem ég hef séð í ár ... ég er svo veikur fyrir svona serial-killer whodunnit myndum. Og öllu sem Renny gerir.
The Saddest Music in the World er hins vegar mikilfenglegt grínlistaverk. Ótrúlega sérstakt útlit og húmor gera þessa mynd að einni þeirri frumlegustu sem ég hef séð lengi. Mér hefur ekki verið svona brugðið í bíó síðan ég sá The Shape of Things eftir Neil LaBute á indie-dögunum hérna í den. Þessi mynd var svo fyndin að það er ekki fyndið. Sjáið hana. Sjáið þær báðar!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home