4/14/2004

Guðs útvalda þjóð

Jahá, þá veit maður það: Bandaríkin voru valin af sjálfum guði til að berjast gegn frelsi í heiminum. Þetta segir forseti Bandaríkjanna, George W. Bush. Ætli guð hafi sjálfur sagt Bush þetta? Ef ekki, þá hlýtur það að hafa verið páfinn. Kannski þetta hafi komið fram í páskaræðunni hans? Skildi hvort eð er einhver hvað var sagt í henni?

En heimsmálin skipta mig annars litlu máli í dag. Af hverju? Því ég er kominn á bíl! Kagga dauðans, meira að segja! Það eina sem dregur úr fullkomnun hans er útvarpið, sem er örugglega jafgamalt og bíllinn sjálfur, eða 15 ára. Er ekki alveg að fíla þetta snúnings-tuner dæmi ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home