Sugababes, páskar o.s.frv.
Fór með Steinunni systur á Sugababes og þær voru geðveikar. Komu virkilega á óvart. Stelpurnar kunna meira að segja að syngja! Ég dauðsé eftir því að hafa ekki keypt miða í stæði því þetta voru danstónleikar dauðans! Þegar þær tóku Stronger þá fékk maður barasta gæsahúð - virkilega flott hjá stelpunum.
Stelpurnar sem sátu við hliðina á okkur voru ekki alveg eins skemmtilegar. Þessar ca. 14-15 ára stelpur þoldu það ekki þegar gengið var framhjá þeim (ekkert mátti skyggja á gyðjurnar) en voru svo dónalegar að þær hrintu, spörkuðu og hreyttu óyrðum í fólk sem stóð fyrir framan þær lengur en eina sekúndu. I kid you not. Dónastelpur.
Páskadagur byrjaði á miklum svefni. Svaf fyrst til 10, fór á fætur, sá að enginn var vakandi, fór aftur að sofa til 13, fékk mér páskaegg. Eggið var númer 5, sem er eiginlega of stórt. Ég ætla að láta mér nægja egg númer 2 eða 3 næst, held ég ... á aldrei eftir að klára þetta ...
Gærkvöldið var þó merkilegt fyrir þær sakir að kvikmyndin Cat People var sýnd á Stöð 2. Cat People er æðisleg mynd! Ég komst að því hversu æðisleg hún var snemma í atriði þar sem svartur hlébarði klórar fáklædda vændiskonu sem dettur svo niður stiga og nær einhvern veginn að losa um brjóstarhaldarann sinn í miðju fallinu. Ah, the 80s ... Alveg hreint yndislega hallærisleg mynd.
Svo smá könnun í lokin: Hvaða lag er best að vakna upp við? Ef þið eruð eins og ég og notið græjur eða útvarp sem vekjaraklukku, hvaða lag finnst ykkur best að vakna upp við? Ég segi annað hvort Day One með Gemmu Hayes eða Pavane pour une infante defunte eftir Ravel. :)
Bæti því svo við þeim merku tíðindum að Sigga sjálf er byrjuð að blogga!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home