Fáránlegt
Á föstudaginn fór ég á myndina Taking Lives með Angelinu Jolie í bíó. Myndin byrjaði furðulega vel og var ansi skemmtileg fram að hléi, en þá fór hún að verða frekar hallærisleg og leiðinleg. Hins vegar átti hún eitt það alfurðulegasta og fáránlegasta lokaatriði sem ég hef nokkurn tímann séð í kvikmynd. Ef það hefði ekki komið mér svona á óvart þá hefði ég fengið hláturskast, enda sneri ég mér að Baldvin eftir atriðið og spurði: "Endaði þessi mynd eins og ég held að hún hafi endað?!"
Ég mæli eindregið með því að fólk verði vitni að yfirnáttúrulega skringilegu lokaatriði Taking Lives. En bíðið samt eftir því að hún komi á vídjó.
Maður dagsins er svo John Carpenter fyrir að vera uppáhaldsleikstjórinn minn um þessar mundir. :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home