Nylon
Það er svolítið kaldhæðnislegt að nýja, tilbúna stúlknapoppsveitin Nylon skuli velja "Lög unga fólksins" með Unun sem sinn fyrsta síngúl. Ég meina, voru Heiða og Dr. Gunni ekki einmitt anti-ímynd Nylonstelpnanna? Upprunalega lagið er samt fjandi gott og þó svo þessi poppaða útgáfa sé slöpp og kraftlaus, þá efast ég ekki um það að lagið nái einhverjum vinsældum. Vonandi fékk Dr. Gunni vel borgað fyrir ...
Annars er þetta páskafrí búið að vera lítið frí. Bara allt að gerast! Og þegar ég segi allt þá meina ég hluti sem þið fáið öll (vonandi) að heyra betur um þegar nær dregur sumri ... úúúúú spennó!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home