4/19/2004

Góðkunningi lögreglunnar

Mér hefur verið tjáð það að ég þurfi að mæta til lögreglunnar í náinni framtíð að gefa skýrslu um atburði sem áttu sér stað síðdegis föstudaginn 16. apríl, en það var einmitt sama dag og Licia Texeira átti afmæli. Ætli þetta sé svona "þegar fiðrildi blakar vængjunum í Brasilíu þá rignir í Reykjavík?"-case? Ég bara spyr!

Maður dagsins er Elmore Leonard. Ég hef reyndar ekki lesið neitt eftir hann, en horfði samt sem áður á heimildarmynd um Jackie Brown í gær og svo Out of Sight um kvöldið, en báðar þessar myndir eru byggðar á verkum hans. Reyndar er maður dagsins frekar Quentin Tarantino, því ég get ekki beðið eftir Kill Bill 2 ... sigh ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home