4/29/2004

Bara allt að gerast!

Jæja, þá er maður orðinn 20 ára gamall - kominn í fullorðinna manna tölu og svona. Ég er reyndar búinn að vera tvítugur í tvo daga núna en hef lítið sem ekkert komist á netið vegna prófalesturs og þess háttar skemmtilegheita.

Það var líka æðisleg tilviljun að einmitt á afmælisdaginn, þann 27. apríl sl., fengum ég, Dagga og Baldvin endanlega staðfestingu á því hvert sumardjobbið okkar verður og það er, skal ég segja ykkur, bara yfirgengileg gleði! Þið getið semsagt átt von á okkur þremenningunum á sjónvarpsskjám ykkar innan skamms ;)

Tvítugsafmæli og fullkomin sumarstörf breyta því þó ekki að ég þarf að fara í heimspekipróf á morgun og er að reyna að komast í gegnum hið langdregna námsefni. T.d. er ég á þeirri skoðun núna að Nietzsche hafi verið hrokafullur og óþolandi andskoti. Sjálfumgleði hans skín í gegnum pre-póst-móderníska textann hans. Ughhh ...

Ég verð nú bara að lýsa yfir undrun minni og aðdáun á því að Baldvin Kári skuli vera í heimspekinámi við Háskóla Íslands. Hann hlýtur að vera meiri og þolinmóðari manneskja en ég til að geta gengið í gegnum slíkt. Allaveganna þolinmóðari. Og ekki get ég séð að heimspekingar séu áberandi neinstaðar í heiminum, ef þeir eru þá yfir höfuð til nú til dags. Ég ætla a.m.k. ekki að leggja á mig þá kvöl að læra meiri heimspeki en þá sem ég nauðsynlega þarf. Og hananú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home