4/26/2004

Ógeð

Ég hvet fólk eindregið til að loka augunum í lok bardaga Umu Thurman og Daryl Hannah í Kill Bill vol. 2, nema þeir vilji fá hræðilegar martraðir til æviloka. Echt.

Myndin sjálf er samt virkilega góð. Eiginlega betri en fyrri myndin, þó svo maður ætti í raun að tala um báðar myndinar sem eina heild. Mjög gott hjá Herr Tarantino!

Annars veit ég ekkert hvað ég á að skrifa. Ég var alveg kominn með heila bloggfærslu áðan, en nú er hún bara horfin föður sínum, ef svo má að orði komast. Hvað á ég þá að skrifa um? ... hmmmm ... það er bara einfaldlega ekki hægt að halda einbeitingu þegar maður er að bíða eftir life-changing símtali ... sigh ... Baldvin og Dagga skilja mig ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home