Bíóferð dauðans
Í gær fór ég á Finding Nemo í bíó og er það frábær mynd. Ellen Degeneres er kómískur snillingur, ef ekki bara kosmískur snillingur.
Það er hins vegar öllu alvarlegra það sem gerðist eftir myndina. Ég, Baldvin og Heiðdís gengum í hægindum okkar út úr bíósalnum, hlógum góðlátlega að eftirminnilegum bröndurum myndarinnar og vorum yfir höfuð í gleðivímu. Mér verður þá litið á stærðarinnar poll, ca. 5 cm í burtu frá mér. Ég hugsa með mér "Djöfull er ég glaður að hafa ekki stigið í pollinn, marr!" og við það renn ég í hálkunni og beint í pollinn.
Þetta væri nú ekki frásögum færandi ef ekki hefði verið fyrir aðra bíógesti sem urðu vitni að þessu fáránlega atviki. Ég hef aldrei skammast mín jafnmikið á ævinni. Ekki einu sinni þegar ég var að labba upp stigann í MH og datt þar, á sama tíma og bókstaflega allur skólinn var á leiðinni upp sama stiga. Það er eitthvað við að detta og blotna sem er virkilega ömurlegt ...
En það er allt í lagi því að áðan las ég betur bloggið hennar Gústu og sá þá að hún ætlar að tileinka mér smásögu sem hún er að vinna að! Vá! Smásaga um lesbíska húsmóður tileinkuð mér! En æðislegt. Fyrir þá sem vilja smá smjörþef af því hvernig hinar æðisgengnu smásögur Gústu eru, þá mæli ég með því að þið lesið söguna Erjur sem hún skrifaði fyrir nokkru - hún er stutt og ég lofa því að þið verðið pottþétt ekki svikin!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home