12/18/2003

Lát grátkóra hljóða

Tölvan mín er dauð. Lætur a.m.k. eins og hún sé það. Hún hefur reyndað dáið nokkrum sinnum áður, en yfirleitt virkar það ráð sem mér finnst hvað best; að sofa aðeins á málinu. Ég svaf á því í gær en hún er ennþá dauð í dag. Kannski þarf málið meiri svefn.

Mér finnst alveg skelfilega leiðinlegt að blogga á aðrar tölvur en mína eigin og jafnvel að vera á netinu í öðrum tölvum en minni eigin. Ég og tölvan mín eigum það gott samband að það er auðvelt fyrir okkur að vinna saman. Í öðrum tölvum finnst mér eins og ég sé illa gerður hlutur. Ég ætla því ekki að blogga mikið þangað til málið hefur verið útsofið.

Get samt sagt ykkur það að ég fékk 8,75 í meðaleinkunn! Þar af var ein 10 (fyrir leikfimi! First time for everything, gäuä?), fjórar 9 og þrjár 8 (ein fyrir skólasókn ...) Ef skólasókninni er sleppt þá er ég með 8,85 í meðaleinkunn! Bara helvíti gott finnst mér :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home