12/02/2003

Jólastuð

Nú hef ég eytt síðustu klukkutímum í að skrifa jólakort á þýsku og ensku, sem svo verða send út um allan heim, og hlustað á misgóða jólatónlist á meðan. Ég held bara svei mér þá að ég sé að komast í alvöru gúddý jólastuð! Til að kóróna kvöldið fékk ég sendan pakka frá Gerber/Scheuner familíunni. Hann var troðinn af súkkulaði og öðru eins góðgæti! Æðislegur endir á mánudagskvöldi, ik?

Eina vandamál kvöldsins er það að ég fann ekki heimilsföngin hjá sumum viðtakendum jólakortanna. T.d. hef ég ekki hugmynd um hvar í Finnlandi Mira Remes býr. Ég veit að Kevin Justiniano býr í Chicago, en það hjálpar mér lítið. Og einu upplýsingarnar sem Netið gaf mér í sambandi við hina norsku Tete Corinne Blakstad voru þær að hún skrifaði undir mótmæli gegn Íraksstríðinu (gerði það meira að segja í Sviss og ég var með! - Ingen krig mot Irak!)

Ég varð því að senda þessum manneskjum aumkunarverðan email þar sem ég spurði þau út í heimilsföng sín, og eyðilagði þar af leiðandi the element of surprise hjá jólakortunum. Djöfull.

Núna er ég að hlusta á Silver Springs með Fleetwood Mac. Æðislegt lag. Ég held að ég verði barasta að setja nýja Best-of diskinn með Fleetwood Mac á jólagjafaóskalistann minn sem mun birtast hér á næstunni. "You could be my silver spring ..."

Quote dagsins er úr ítalskri hryllingsmynd sem enginn kannast við, en allir ættu að geta notið heimskulegleika þess engu að síður. Setningin er sögð þegar Liza, nýr eigandi hótels, gefur arkítektinum sínum góð ráð: "You have carte blanche but not a blank cheque!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home