Drasl í bíó
Í gær fórum ég og Baldvin í bíó á Wonderland, eina ömurlegustu mynd ársins. Helsti galli myndarinnar er sá að Val Kilmer leikur aðalhlutverkið, þó hann sé vita ófær um leik og gjörsamlega snauður hæfileikum. Annar helsti galli myndarinnar var sá að aðalpersóna myndarinnar, klámkóngurinn John Holmes, var lítið annað en sorglegur vælukjói og ótrúlega leiðinlegur. Allar hinar persónur myndarinnar voru líka leiðinlegar, en í samanburði við Holmes túlkaðan af Kilmer, voru þær eins og Sandra Bernhard á sterum.
Þessi mynd er leiðinleg, ljót, heimskuleg, heimskulega skrifuð, illa skrifuð, illa gerð, vond, ljót, leiðinleg, heimsk, ömurleg og fáránleg. Sem betur fer vann ég miðana.
Á PikkTíví.
En lesið endilega greinina sem ég linkaði við Söndru Bernhard. Mjög fyndið. Sérstaklega ef þið vitið hver konan er. Eða bara skoðið þessa mynd - þið viljið örugglega vita meira um konuna eftirá ...
Og svo var ég að lesa þetta ... fannst það bara fyndið, þó svo það sé gamalt, og sem Mariuh-aðdáandi get ég ekki staðist það að birta þetta :) (skrifað skömmu eftir 9/11):
" Has what was once heartfelt and meaningful in the immediate aftermath become schlockily sentimentalized and commodified to the point of self-parody? As in the manic, shameless exploitation of heroism and patriotism that was Fox’s three-and-a-half- hour Super Bowl pregame "Tribute to Heroes"–a tribute that climaxed in that amazing moment when Mariah Carey was introduced to sing "The Star-Spangled Banner" by an announcer who felt compelled (by Mariah) to remind us that she was "the biggest-selling female recording artist in history." Thus putting all of it–9/11, heroic rescue workers, brave soldiers in Afghanistan, the war against the "axis of evil"–in the larger perspective of Mariah Carey’s recording career. That’s history."
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home