Bara 6 dagar ...
Það eru bara 6 dagar þangað til ... nei, ég er ekki að tala um síðasta prófið mitt (þó svo að það séu líka bara 6 dagar þangað til kemur að því), heldur um Alien Quadrilogy (er þetta orð?) settið sem kemur út 8. des og mun verða mitt tíunda. Níu diskar. Um 50 klukkutímar af aukaefni. Himnaríki á jörð!
Eftir að ég horfði á "Fashion Rocks" tískutónleikana sem voru sýndir um síðustu helgi í sjónvarpinu hef ég verið að hlusta mikið aftur á Kelis, en hún kom einmitt fram á tónleikunum og flutti sitt nýjasta nýtt: Milkshake. Kelis er drotting draslsins, svona trash-queen dauðans og minnir mig mikið á Beautiful Garbage plötuna, þ.e. virðist á yfirborðinu vera létt draslpopp en hefur aðeins meiri substanz undir niðri. Plöturnar hennar Kelis, Kaleidoscope og Wanderland, eru t.d. fullkomin dæmi um innihaldsrýrt gáfupopp ... þetta hljómar ekki rétt ... Allaveganna, lagið Perfect Day (sem Gwen Stefani co-samdi) er geeeeeðveikt lag! Kelis rúlar big tæm!
"Give a little love!"
Og talandi um love - ég vakti í gær langt frameftir og horfði á "Paradise Hotel" á PoppTíví. Sá þáttur er án efa mesta drasl sem hægt er að sjá á íslenskum sjónvarpsmiðlum (and that includes CSI: Miami). Samt sem áður gat ég ekki slitið augun af þessum þætti. Það var eitthvað svo ólýsanlega áhugavert við það að fylgjast með öllu þessu fallega fólki, sem augljóslega var andlega þroskaheft, gera sig að fífli fyrir framan alheim. Sérstaklega voru gaurarnir sorglegir. Uppáhaldspersónan mín var án efa Charla, sem er bitchin í seríunni. Það gæti þó breyst, því í dag sagði Fríða mér að Toni væri svona reality-show hóra, en hún var líka í Love Boat. Pælið í metnaðinum!
Minnir mig svoldið á Séð og Heyrt stelpuna fyrir svona 3 vikum. Það var 19 ára Reykjavíkurmær sem stefndi á bjarta framtíð sem módel og vonaðist til að komast í Bleikt og blátt á næstunni ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home