12/19/2003

Stúdentar

Í dag var haldin stúdentaútskrift í MH og var þar á ferð fríður hópur fólks. Ég var þarna sem kórmeðlimur. Dúx ársins var Líney Halla og var hún með 9,82 í meðaleinkunn! NÍUKOMMAÁTTATÍUOGTVO! Pælið í því! Þar af tók hún einhverja grilljón stærðfræðiáfanga og fékk 10 í þeim öllum! Ég rétt komst í gegnum einn ... Líney, my hat goes off for you. Óska henni innilega til hamingu, sem og öllum hinum stúdentunum (þar á meðal Jóni Steinari, Sigríði Ásu, Ingrid, Önnu T, Áu, Lilý og þeim sem ég er að gleyma ...)

Nú langar mig samt líka að útskrifast. Svei, það verður ekki fyrr en eftir ár.

Svo átti ég stefnumót með Siggu í dag og við versluðum einhverjar jólagjafir. Þetta er að verða með ólíkindum erfitt fyrir mig þar sem ég sé tilvaldar jólagjafir fyrir sjálfan mig á hverju strái. Það hlýtur því að vera soldið leiðinlegt að versla með mér fyrir jólin þar sem ég næ alltaf að troða inn "mig langar ógeðslega í þennan disk" eða "vá, er þessi mynd komin út!" við öll möguleg tækifæri. Ég get ekkert gert að þessari efnishyggju.

Ég þori ekki að tékka á því hvort tölvan sé ennþá dauð ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home