12/02/2003

Leti leti leti

Eini gallinn við það að vera ekki í mörgum prófum, er sá að maður hefur nákvæmlega ekkert að gera á milli prófa. Jú, maður gæti náttúrulega byrjað að lesa fyrir næsta próf, en - hey - við erum að tala um mig ...

Dagurinn í dag fór t.d. í það að gera ekki neitt. Ég vaknaði um hádegi. Gerði ekki neitt. Fór meira að segja í hið alræmda videosafn mitt og byrjaði að horfa á ekki bara eina heldur tvær ítalskar hryllingsmyndir, La Chiesa og Trauma, en nennti ekki að klára hvoruga. Þess á milli gerði ég ekki neitt.

Og núna er ég bara að bíða eftir því að verða þreyttur aftur svo ég geti farið að sofa. Vissulega gæti ég hringt í einhvern og fengið út á kaffihús eða í bíó, en ég hef ákveðið það í hausnum á mér að allir séu að læra undir próf og þess vegna ekki á leið út úr húsi.

Ef einhver les þetta á milli 9 og 11 í kvöld, þá má hinn sami endilega hringja. Símanúmerið er 691-9719. Ég ábyrgist þó ekki að ég fari sjálfur út úr húsi. Það er aldrei að vita nema maður byrji að horfa á næstu ítölsku hryllingsmynd ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home