12/14/2003

Science Fiction Double Feature

Fór á tvær myndir í bíó í gær. Aftur. Að þessu sinni urðu tvær hryllingsmyndir fyrir valinu (hvað annað?!), þær Gothika og Cabin Fever, og voru þær báðar ágætis myndir. Gothika var reyndar betri vegna þess að Mathieu Kassovitz, leikstjórinn, skilur það ótrúleg kvikmyndataka getur gert mestu draslhandrit ágæt. Svo get ég ekki annað en klappað fyrir því þegar Halle Berry útskýrir plottið í myndinni á einfaldan hátt: "Fuck logic!"

Cabin Fever, þrátt fyrir að vera tailor-made fyrir minn smekk, gekk ekki alveg jafnvel upp. Síðustu 20 mínúturnar voru bara einhvern veginn all-over the place. Get ímyndað mér að það hafi tekið Eli Roth, þennan líka skemmtilega Íslandsvin, langan tíma að skrifa lokin. Og þetta var líka bara aaaaaðeins of Evil Dead-legt fyrir mig ... en það var örugglega tilgangurinn, held ég ...

En hvað um það. Núna verður birtur í heild sinni óskalistinn minn fyrir Jól 2003. Ég ákvað, eftir mikið pæl, að birta þennan lista vegna þess að svo virðist sem að allir eigi óskalista nema ég. Og þar sem ég bið aldrei um neitt í jólagjöf þá fæ ég aldrei neitt sem mig langar í. Ok, kannski ekki alveg - ég fæ oft hluti sem mig langar alveg í, en ekki það sem mig langar mest í, því ég hef svo furðulegan smekk að það er ekki hægt að giska á langanir mínar.

TÓNLIST

Tasty - Kelis: Ég held að Kelis sé nýja goðið mitt. Hún er bara svoooo kúl! Og Milkshake lagið hennar er flottast í heimi! "My milkshake brings all the boys to the yard and they're like iz better than your's damn right iz better than yours I could teach you but I'd have to charge!"

The Globe Sessions - Sheryl Crow: Bara af því ég á hina diskana og þetta myndi fullkomna safnið.

Whip Smart - Liz Phair: Same here. Svo eru Supernova og Nashville geðveikt flott lög. Held bara að þessi diskur sé ófáanlegur hér á landi ... :(

Eitthvað með Tori Amos: Nema fyrsta diskinn, sem ég á.

Best of Fleetwood Mac: Þennan nýjasta, sem er í Best-of rekkanum hjá Skífunni :)

Nýtt upphaf - Írafár: Guilty Pleasure ...

DVD-MYNDIR

Halloween 25th Anniversary Digimax Edition (Anchor Bay): Ok, soldið flókið þar sem það eru til 29320 útgáfur af þessari mynd. Mig langar í glænýjustu útgáfuna! Fæst hjá 2001 á Hverfisgötunni :)

The Haunting (1961): Ekkert betra en gamlar, góðar draugahússmyndir.

The Ring (USA endurgerðin): Ein af flottari myndum ársins. Önnur gæði umdeilanleg.

CutThroat Island Special Edition (Momentum): Guilty Pleasure.

Pulp Fiction Special Edition: Ekkert safn er complete án þessarar!

Svo eru ótal aðrar myndir sem mig langar í - í raun bara allt sem er ekki á þessum lista!

BÆKUR

The Dark Tower serían eftir Stephen King - Fæst öll saman í pakka hjá Eymundsson fyrir aðeins 2995 kr! ;)

Cujo - Stephen King: Já, ég er Stephen King nörd.

Dude, Where's My Country - Michael Moore: Stupid White Men var ógeðslega fyndin og skemmtileg. Þessi örugglega ekki síðri.

Miðnæturbörn - Salman Rushdie: Æi ég veit ekki af hverju, en mig langar mikið að lesa þessa bók :)

The Lovely Bones - Alice Sebold: Hljómar mjög vel. Er kannski meira bókasafnsbók samt ...

Já, þetta er jólagjafalistinn minn. Hann er reyndar ekki tæmandi, en ég yrði mjög glaður með að fá eitthvað af þessum lista :) En nú þarf ég að skella mér í vinnuna og skrópa á kóræfingu ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home