9/22/2003

Internetið drepur

Það er svoldið síðan ég heyrði fyrst um myndina FEARdotCOM og þrátt fyrir aðallega lélega umsagnir þeirra sem eitthvað þóttust vita, þá hafði ég áhuga á að sjá myndina eingöngu vegna þess að, miðað við trailerinn, þá leit hún virkilega, virkilega vel út útlitslega séð. Svona soldið eins og Floria Sigismondi blandað saman við The Cell ...

Anyways, myndin kom aldrei í bíó á tíma sem ég gat séð hana á, svo ég neyddist til að bíða lengi eftir að geta séð hana á vídjói, og voru væntingarnar orðnar nokkuð háar miðað við mynd sem ég vissi að yrði ekki góð. Og kannski voru þær of háar ... Myndin snýst í stuttu máli um löggu og heilbrigðiseftirlitskonu sem rannsaka dularfulla dauðdaga sem virðast tengjast heimasíðunni www.feardotcom.com ... ahemm ...

FEARdotCOM er ekki góð mynd. Engan veginn. Hún er einfaldlega allt of illa skrifuð til þess að vera góð. Hins vegar bjargar William Malone, leikstjórinn, því sem bjargað verður. Útlitslega séð er FEARdotCOM næstum því þess virði að eiga ... næstum því ... helsti galli myndarinnar fyrir mig var ekki það að handritið meikaði ekki sens, því ég var farinn að vona að það myndi ekki meika neitt sens. Ég var að vona að þetta yrði súrrealísk draumahrollvekja sem, þegar upp er staðið, var ekki um neitt en þykist um leið vera svakalega djúp (ala The Cell, sem ég fílaði í botn). En nei ... lélega handritið ákvað að reyna útskýra sjálft sig með hörmulegum afleiðingum. Og myndin kolfellur um sjálfa sig fyrir vikið.

Leikararnir eru svosem fínir. Hérna mátti sjá reynda karakterleikara eins og Stephen Rea og Stephen Dorff. Natascha McElhone leikur músalegu doktorskonuna. Gömlu horrorbrýnin Udo Kier og Jeffrey Combs eru skemmtilegir í smáhlutverki. Ég get vel ímyndað mér að margir eigi eftir að gagnrýna FEARdotCOM fyrir lélegan leik, but I beg to differ. Eins og ég sé þetta fyrir mér þá eru leikararnir að gera nákvæmlega það sem Malone bað þá um að gera og frammistöður þeirra passa pottþétt inn í draumkenndu versjónina af myndinni, sem er einmitt það sem myndin virðist vera í byrjun. Eftir því sem hlutirnir fara að útskýrast óþægilega mikið, þá versna frammistöðurnar samkvæmt því, enda tilgangslaust að leika eins og maður sé svefngengill í draumi þegar maður er í über-skipulögðum og útskýrðum veruleika.

Mér finnst ég svo ekki geta annað en talað aðeins um þá neikvæðu athygli sem þessi mynd fékk. Númer 1: Hún er EKKI svona léleg! Númer 2: Hún er EKKI NÆSTUM ÞVÍ svona léleg! Mér finnst það frekar leiðinlegt að fólk sé að dissa hryllingsmyndir sem reyna a.m.k. að vera alvarlegar á sama tíma og unglinga-póstmódernisma-sjálfsvísandi-gamanhryllingsmyndirnar eru að yfirtaka markaðinn!

En hvað fannst mér svo um myndina? Mér fannst hún flott. Mér fannst hún alls, alls ekki leiðinleg. En síðustu mínúturnar, þrátt fyrir að vera verulega flottar, fóru ógeðslega í taugarnar á mér. Hefði hún endað á tvíræðari nótum þá myndi ég örugglega elska FEARdotCOM ... en enn sem komið er þá þarf ég að horfa á hana nokkrum sinnum í viðbót ... og það mun ég örugglega gera :)

Á svipuðu róli og ...
* The House on Haunted Hill - náttúrulega gerðar eftir sama manninn, nema hvað að House er mun léttari og, þrátt fyrir hryllilegan endi, gengur betur upp sem heild. Ef þið fíluðuð útlitslegu hliðina á House, þá mæli ég með FEAR ...
* The Cell - mjög svipaðar sjónrænt séð, þó svo að The Cell hafi verið miklu fágaðri (og, að mínu mati, flottari). Þjáist af svipuðum "style-over-substance" göllum, en, ég meina - hey - kvikmyndir eru fyrst og fremst sjónrænn miðill!

Er betri en ...
* Ghost Ship og Thir13en Ghosts - Myndirnar sem hinn Dark Castle leikstjórinn, Steve Beck, gerði. William Malone er kúl.

Er verri en ...
* Hmmm ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home