Stuttmyndir galore
Gleðifregnir fyrir mig! Stuttmyndin "Klara" er aftur komin á fullt ról og stutt þangað til að ultimate final draft verði tilbúið! Þið megið þess vegna byrja að láta ykkur hlakka til því innan skamms verður "Klara" tilbúin ... ok, kannski ekki "innan skamms", en einhvern tímann!
Þeir sem eru óþreyjufullir geta pantað eintak af myndinni pronto með því að emaila á mig eða bara kommenta. Aðrir þolinmóðari geta beðið eftir annarri tilkynningu síðar meir, því ég mun án efa reyna að pranga þessu meistaraverki út á ykkur eins og ég get!
Annars verður engin gagnrýni í kvöld. Hins vegar mæli ég með því að þið horfið á Poltergeist ef ykkur vantar eitthvað skemmtilegt að horfa á. Fullkomin mynd og með æðislegri tónlist eftir Jerry Goldsmith!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home