9/09/2003

Jæja, þá er kominn tími til breytinga.

Persónulega fannst mér að eftir að ég kom heim frá Sviss, þá hefði ég ekkert að blogga um ... og ég hafði rétt fyrir mér, enda dó bloggið fljótlega eftir að ég sneri aftur.

Hinsvegar langar mig ekkert sérstaklega til að "hætta" að blogga ... bara langar ekkert að blogga um lífið og tilveruna ... nei, frekar langar mig til að blogga um eitthvað sem ég veit mikið um: bíómyndir! Þetta "nýja blogg" verður þar með eiginlega svona kvikmyndagagnrýniblogg, ef svo má kalla.

Samt eiginlega ekki. Ég nenni ekki að byrja á einhverri grind sem ég á eftir að festa mig í, því þá á ég bara eftir að hætta. Gangrýnin, semsagt, verður ekki normal per se og alls ekki eins í hvert skipti. Ég ætla einfaldlega að skrifa það sem mér dettur í hug um hverja mynd hverju sinni. Og ekki heldur búast við stjörnugjöfum, enda er ég alltaf að skipta um skoðun þegar kemur að þeim ... lélegar myndir gætu þó fengið ælukalla ...

Þessi hugmynd er tilkomin næstum því eingöngu af því mér fannst svo gaman að búa til best-og-verst listann fyrir árið 2002 og verð eiginlega að gera það aftur ...

Ég hvet svo fólk til að bæta einhverju við gagnrýnina mína í kommentunum fyrir neðan (helst ef þið eruð ósammála) :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home