9/15/2003

ONCE UPON A TIME IN MEXICO ...

Sko ... þegar leikstjóri skýrir myndina sína (sem hann nota bene klippti, skaut, scoraði og skrifaði líka) Once Upon a Time in Mexico, þá býst maður við því að hún verði tímalaus klassík. Eða framúrskarandi á einhvern hátt. Eða reyni að amk að vera það ...

Alas, no luck. Once Upon a Time in Mexico er flott og skemmtileg, en voða lítið meira en það. Það kom mér reyndar á óvart hversu viðvaningsleg myndin var á köflum miðað við það að Robert Rodriguez er allt í öllu í henni. Ég meina, ef maður ætlar á annað borð að vera með það stórt egó að halda að maður geti séð um allt þetta og búið til frábæra mynd á sama tíma, þá þarf maður að geta staðist undir væntingum ...

Þrátt fyrir nokkra ofboðslega góða og flotta spretti, þá stendur "Mexico" alls ekki undir væntingum. Hún er flöt, ófókuseruð og oft á tíð bara all over the place. Persónurnar eru orðnar svo margar undir lokin að maður nennir hreinlega ekki að fylgjast með þeim öllum. Ef Rodriguez hefði fágað myndina aðeins og gert hana klukkutíma lengri þá værum við kannski að tala um allt annað, en eins og hún stendur þá er þetta bara frekar ójöfn blanda af aulahúmorshasar og hálfslappri epík. Ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað Rodriguez var að fara með þessa mynd.

Hins vegar eru leikararnir allir hver öðrum betri og kúlaðri. Antonio Banderas er svo svalur að hann er að deyja - ég gjörsamlega fílaði hann í botn í þessari mynd. Johnny Depp er soldið út úr kú í svona mynd en þetta er náttúrulega svo mikið kameljón að hann eignar sér persónuna og öll atriðin sem hann birtist í. Æðislegur gaur. Salma Hayek, sem fær billing númer 2, er í myndinni í álíka margar mínútur. Hún er náttúrulega orðin "established" svo hún hefur náttúrulega bara gert Robert greiða með því að taka eitt svona overblown cameo hérna. Mætti hafa verið meira með henni enda er hún ógeðslega svöl.

Það var svo mikið af öðrum leikurum að ég nenni ekki að minnast neitt sérstaklega á þá, nema hvað að Enrique Iglesias leikur í þessari mynd af einvherjum illskiljanlegum ástæðum. Nú, í fyrsta lagi kann manneskjan ekki að syngja svo ég veit ekki alveg hverjum datt það í hug að auminginn gæti leikið. Augljóst er að sú manneskja er heiladauð, enda kann Enrique ekki að leika fyrir fimmaur og er virkilega aumkunarverður í þessari mynd!

Ég bjóst við miklu meira af Once Upon a Time in Mexico. Hún er skemmtileg og flott og þeir sem eru bara að leita að e-u ultraviolent dæmi eiga eftir að verða ánægðir. Ég bjóst bara við einhverju aðeins ... betra ...

Quote dagsins: "Mexico was ... a nightmare ..." (hvað annað?!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home