9/17/2003

SCIENCE FICTION/DOUBLE FEATURE

Í gær varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá The Rocky Horror Picture Show í fyrsta skiptið. Það er ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir það að ég er búinn að vera að hlusta á tónlistina úr þessari mynd í þónokkuð langan tíma - alveg frá því Björn Jörundur lék Riff Raff í uppsetningu Loftkastalans hér í den. "Tökum við tíðhnitið enn!"

Það hafa því verið ófá skiptin sem ég hef sungið texta á borð við "toucha, toucha, toucha, touch me - I wanna be diiiiiirty!" eða "Dammit Janet, I love yooooooou!" o.s.frv. og í hvert skipti óskaði ég þess að ég væri búinn að sjá myndina - bara svona til að sjá hvernig þau fóru að. Og í gær rættist draumurinn.

Þvílík ánægja! The Rocky Horror Picture Show er einfaldlega með skemmtilegustu og vitlausustu myndum sem ég hef séð. Fyrir utan það hversu óendanlega frábær tónlistin er, þá er myndin bara svo skemmtilega ýkt og trashy að það er ekki annað hægt en að elska hana. "You know this earthling ... this person?" Það eru línur eins og þessar sem gera lífið þess virði að lifa því. Og svo er náttúrulega Tim Curry sem Frank N. Furter ...

Sko, það væri hægt að skrifa heila bók um Tim Curry í þessari mynd - hann er svo gjörsamlega útúrfríkaður og lifir sig svooo inn í hlutverkið að það er alveg hreint dásamlega yndislegt. Bara sko the performance of a lifetime! Páll Óskar eat you heart out! Ég held bara að "Sweet Transvestite" atriðið sé bara eitt af uppáhaldsatriðunum mínum ever!

Einfaldlega mergjuð mynd í alla staði og, nema þið séuð ófær um að upplifa gleði, þá eigið þið eftir að fíla þessa mynd í botn!

Á svipuðu róli og ...
* Hedwig and the Angry Inch - Önnur brilliant "rokksöngleikur", alveg jafn tvíkynhneigður og alveg jafn skemmtilegur (bara aðeins meira dramatískur). Mjög flott tónlist - Wig in a Box rúlar bigtime!
* Moulin Rouge! - ok, allt allt allt allt öðruvísi mynd EN svipað litrík og geðveik ... amk fyrri helmingurinn.

Alls ekkert eins og ...
* The Sound of Music - Sykursætir söngvar, fagrar svissneskar hæðir og myndarleg hitlersæska vs. "I'm just a sweet transvestite from Transexual Transylvania"?
* Chicago - Jú, það er mikið af samfellum og netasokkabuxum í báðum myndunum, en Tim Curry er einfaldlega miklu meira sexy en Catherine Zeta-Jones! :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home