THE ITALIAN JOB
Gubb ... fyrsta virkilega leiðinlega myndin sem ég hef séð í sumar. Gjörsamlega óáhugaverð, hræðilega illa leikin (af öllum nema Charlize Theron sem er bara kúl) og LEIÐINLEG! Þetta er svona Ocean's Eleven nema bara glataðri. Og Mark Wahlberg er enginn George Clooney (hvað þá Brad Pitt!)
Myndin er skrifuð af súperhjónunum Donnu og Wayne Powers sem eru ábyrg fyrir glæsiverkum á borð við Valentine og Deep Blue Sea, sem voru báðar (þrátt fyrir lítil gæði) a.m.k. stórskemmtilegar draslmyndir. The Italian Job er svo sannarlega mikið drasl en guð minn góður hvað hún var leiðinleg! Og til að nudda salti í sárin þá horfir einn karakterinn meira að segja á upprunalegu Italian Job myndina á risasjónvarpinu sínu! Og hvernig er hægt að gera Feneyjar ljótar?!
Jú, og svo er þessi mynd líka enn eitt sönnunargagn þess að Seth Green náði hápunkti ferils síns árið 1991 þegar hann lék í IT eftir Stephen King, og að ferill hans hefur verið á hraðri niðurleið alveg síðan. Hann er nær óáhorfanlega lélegur í þessari mynd.
Ekki alveg leiðinlegasta mynd ársins (það var ekkert leiðinlegra en HULK) en næstum því. Ég sé eftir því að hafa ekki farið bara aftur á Freddy vs Jason ...
Er á svipuðu róli og ...
* Heist eftir David Mamet, sem er tilgerðarlegasta heist-mynd sem gerð hefur verið.
* The Real McCoy með Kim Basinger. Það er ástæða fyrir því að þið hafið aldrei heyrt um þessa mynd ...
Mæli frekar með ...
* Góðum heist myndum: Italian Job með Michael Caine eða Ocean's Eleven með íslandsförunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home