9/10/2003

Klassískt kvöld ...

Nú sit ég í lazyboy stólnum mínum og horfi á meistaraverkið CONGO.

Congo er ein af bestu lélegu myndum sem ég hef séð. Lélegleiki hennar gerir hana skemmtilega, þó svo ást mín á henni sé það mikil að ég á örugglega aldrei eftir að viðurkenna galla hennar nema djúpt innra með mér.

Í stað þess að gagnrýna myndina á hefðbundinn hátt mun ég lýsa myndinni á sama tíma og ég horfi á hana. Tel ég að þetta sé í fyrsta skipti sem þannig lagað er gert fyrir bloggsíðu.

Þar sem ég fékk þessa hugmynd rúmlega 20 mínútum eftir að myndin byrjaði, þá missið þið af lýsingum klassískra atriða eins og kynningunni á Herkemer Homolka, eitt af skemmtilegustu atriðum kvikmyndasögunnar að mínu mati. Ég vona að þetta verði ekki til þess að slægja gagnrýnina ...

HORFT Á CONGO ...

* Dr. Peter Elliot færir górillunni Amy martini að drekka. Cosmopolitan kannski? Nei, þetta er ekki nógu bleikt ... Amy ropar, líklegast til að fá áhorfendur til að hlæja. Virkar ekki.

* Quotað í William Butler Yates. Kannski tilraun handritshöfundarins til að minnka lélegleika ropatriðsins? Laura Linney er sérlega skemmtilega lýst í þessu atriði.

* Górillan Amy reykir vindil. Sjá martini-atriðið.

* Ernie Hudson (svarti ghostbusterinn) birtist til sögunnar og um leið hefst skemmtilegasti leyndardómur myndarinnar: með hvaða hreim er hann að tala?

* Laura Linney er með sömu hárgreiðslu og Gary Oldman sem gamli Dracula í samnefndri mynd.

* "WHO'S KAFKA? TELL ME!"

* Ernie Hudson kallar: "All aboard!" og það eina sem ég hugsa er: "It's the night train!"

* Ég elska tónlistina í þessari mynd, eftir Jerry Goldsmith. Á meira að segja geisladiskinn. Og bókina sem myndin er byggð á. Og myndina sjálfa á DVD. Mætti segja að ég sé Congo fan #1!

* Ernie Hudson líkir apaöskrum við Elvis Presley ... and I thought I was the only one!

* Er eiginlega hættur að horfa á Congo, er of upptekinn við að skrifa langa og ítarlega umfjöllun mína á Freddy vs. Jason (sem þið fáið að sjá á morgun) en athygli mín er dregin að risavöxnum (og háværum) flóðhestum sem eru að ráðast á aðalleikarana. Aðeins einn burðarmaður lætur lífið.

* Risastórt steinbrot dettur ofan á eina persónuna í jarðskjálfta, en hana sakar ekki enda steinbrotið búið til úr pappafrauði.

* Er gjörsamlega hættur að horfa á Congo núna, sem er miður enda skemmtilegasta lína myndarinnar eftir: "Put them on the endangered species list!" Laura Linney rúlar big time!

Er á sama róli og ...
* Anaconda - aðeins "alvarlegri" en ekki minna skemmtileg draslmynd. J-Lo + Jon Voight ... perfection!
* Lake Placid - Eiginlega risakrókudíll versus Ally McBeal, enda skrifuð af David E. Kelly. Voða skemmtileg.
* Deep Rising - Stökkbreyttir neðansjávarrisaormar? I'm, like, soooo there!

Mæli frekar með ...

Ef þið eruð svona fólk sem viljið bara horfa á "góðar" myndir, þá gætuð þið tékkað á eftirfarandi:
* Jurassic Park - en þið eruð hvort eð er búin að sjá hana ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home