12/06/2004

Smá bland ...

Ég fékk staðfestingu í dag, þökk sé DV, að myndin Saw sem ég er búinn að vera tala um í tíma og ótíma (og búinn að vera að bíða eftir enn lengur) kemur loksins í bíó hér á landi 10. des. Já, föstudaginn næsta. FÖSTUDAGINN NÆSTA! Ég er ólýsanlega spenntur! Auðvitað mun ég reyna að standa fyrir hópferð, svo allir sem eru spenntir fyrir þessari sjúklegu hryllingsmynd mega taka frá næsta föstudagskvöld! Skráið þátttöku ykkar endilega í kommentasjustemið þarna niðri! :)

Áðan var foreldrakvöld hjá Ungliðahreyfingunni í S78 og það var voða gaman! Ég ætla nú ekki að tala mikið um það heldur kom það fram (þökk sé Haffa) að allir hommar ættu sér uppáhaldsdívu sem þeir elska útaf lífinu, og var tekið sem dæmi strákur sem var með tattú af Tinu Turner á upphandleggnum! Þar sem mér finnst svo gaman að búa til lista þá ætla ég aðeins að tala um uppáhaldsdívurnar mínar, því þær eru nokkrar ...

STEVIE NICKS



Ókrýnd drottning rokksins! Mér finnst það hálf glatað að Stevie Nicks sé eins óþekkt í dag og hún er miðað við það að hún var ein stærsta stjarna í heiminum á frá svona 1977 og fram á miðjan 9. áratuginn. Reyndar tapaði hún sér alveg í kókaíni og öðru svoleiðis og sólóplöturnar hennar urðu aldrei jafnvinsælar og það sem hún gerði með Fleetwood Mac, en röddin hefur haldist alveg jafn flott út allan ferilinn. Núna er hún svaka inflúeruð af henni Sheryl Crow (og vice-versa) og er enn í góðum gír!





MUST HEAR LÖG: Fireflies (af Fleetwood Mac: Live 1980), That's Alright, Gypsy (af Fleetwood Mac: Mirage), Rhiannon (af Fleetwood Mac), Silver Springs, Dreams (af Fleetwood Mac: Rumours), Sara, Beautiful Child (af Fleetwood Mac: Tusk), Edge of Seventeen (af Bella Donna), Wild Heart (af The Wild Heart), Sorcerer (af Trouble in Shangri-La) o.fl., o.fl., ...

LIZ PHAIR



Indí-drottningin sem öðlaðist heimsathygli árið 1993 þegar hún birtist á forsíðu Rolling Stone vegna fyrstu plötu sinnar, Exile in Guyville, sem allir gagnrýnendur misstu sig yfir. Svo hvarf hún bara ... eiginlega. Hún hélt reyndar áfram og hefur gefið út þrjár plötur síðan, en af einhverjum ástæðum hættu fjölmiðlar að fylgjast með henni. Ekki það að hún hafi versnað sem listamaður ... varð reyndar aðeins poppaðri með tímanum (síðasta platan var framleidd af sömu gaurum og gerðu Avril Lavigne fræga), en það er líka bara allt í lagi. Öll lögin á Exile eru samt brilliant, enda ein besta plata sem ég hef nokkurn tímann fest kaup á. Ég einfaldlega fíla ALLT sem Liz Phair hefur gert. Hún er æði!



MUST HEAR LÖG: Divorce Song, Fuck & Run, Explain It To Me, Mesmerizing, Stratford On Guy og öll hin lögin (af Exile in Guyville '93), Supernova, Dogs of L.A., Alice Springs, Jealousy, Crater Lake (af Whip Smart '94), Polyester Bride, Headache, Fantasize (af whitechocolatespaceegg '98), Friend of Mine (af Liz Phair '03).

FIONA APPLE



Hér er önnur díva sem hefur horfið. Nema bara ólíkt Liz Phair, sem hélt alveg áfram að vinna, þá hefur Fiona Apple ekki gefið neitt út síðan 1998! Hefur reyndar bara gefið út tvo diska, en þeir eru báðir magnaðir! Tidal kom út þegar hún var bara 17 ára, sem er nokkuð ótrúlegt miðað við það að öll lögin voru samin af henni sjálfri ... og svo er röddin á henni svo brilliant! Svo djúp og flott! Við viljum þig aftur, Fiona! Komdu aftur!!!



MUST HEAR LÖG: Criminal, Never is a Promise (af Tidal '96), Limp, Paper Bag, The Way Things Are (af When The Pawn Hits ... '98)

SHERYL CROW



Ég hafði alltaf fílað flest lögin sem Sheryl Crow gaf út sem síngúla frá því að ég var lítill svo það var eiginlega bara eðlileg þróun að ég skildi fara að fíla hana í botn seinna meir. Sem ég og gerði. Þó svo það virðist vera í tísku að vera abbó út í hana þá er Sheryl Crow mjög merkileg fyrir margt - plata nr. 2 er t.d. algjört meistaraverk. Hún er mjög snjall textahöfundur, semur brilliant lög og er líka frábær tónlistarmaður. Hún er einfaldlega frábær!

MUST HEAR LÖG: Can't Cry Anymore (af Tuesday Night Music Club '94), Redemption Day, A Change Would Do You Good, If It Makes You Happy (af Sheryl Crow '96), Anything But Down, Favorite Mistake (af The Globe Sessions '98), Steve McQueen, It's Only Love, Weather Channel (af C'mon, C'mon '02)

TORI AMOS



Ahhh, hin geðveika Tori Amos. Hún er búin að vera duglegust af öllum þessum söngkonum að gefa út lög, en þrátt fyrir að hafa verið að í "aðeins" ca. 15 ár þá hefur hún gefið út 7 breiðskífur og ótal önnur lög. Og margar plöturnar eru með 15+ lög ... Tori fór í gegnum þónokkur "phase" og eru plöturnar því frekar ólíkar allar ... en magnaðar engu síður. Persónulega er ég að fíla "nýju" Tori meira en brjáluðu, reiðu Tori ... but then again þá er engin Professional Widow á nýju plötunum ... Er víst alveg stórkostlega á tónleikum!

MUST HEAR LÖG: Crucify, Silent All These Years, Winter, Happy Phantom, Me and a Gun (af Little Earthquakes '92), God, Cornflake Girl (af Under the Pink '94), Blood Roses, Professional Widow (þ.e. ekki remixið), Mr Zebra, Hey Jupiter (af Boys For Pele '96), Spark (af From The Choirgirl Hotel '98), a sorta fairytale, I Can't See New York, Mrs. Jesus, Virginia (af Scarlet's Walk '02), Mary (af Tales From A Librarian '03).

KELIS



Ég kallaði hana einu sinni trash-queen dauðans ... og mér finnst ég ekki geta lýst henni betur en þannig. Nema hvað að efnið hennar er alls ekkert drasl ... hún er bara þannig karakter, tekur sig mátulega alvarlega, er alveg passlega tilgerðarleg í framkomu ... það er erfitt að lýsa því. Hún er a.m.k. það besta sem kom frá The Neptunes, en þeir eiga heiðurinn af öllum hennar bestu lögum. Það er samt Kelis sem lífgar upp á lögin. Hún er svo SVÖL!

MUST HEAR LÖG: Cought Out There (I Hate You So Much Right Now), Good Stuff, Get Along With You, Ghetto Children, No Turning Back (af Kaleidoscope '99), Young, Fresh N'New, Scared Money, Shooting Stars, Digital World, Perfect Day (af Wanderland '01), Milkshake, Trick Me (af Tasty '03)

ALANIS MORISSETTE



Alanis á heiðurinn af því að vera fyrsta dívan sem ég fílaði, en um leið er hún líklegast sú sem ég hlusta minnst á af ofantöldum í dag. Ég á allar breiðskífurnar hennar og þó svo það sé ekki annað hægt en að segja að hún hafi aldrei toppað frumraunina, þá eru alltaf nokkur frábær lög á öllum diskunum. Ég get ekki annað en fílað hana.

MUST HEAR LÖG: Allur Jagged Little Pill diskurinn, nema lag nr. 3. Hlusta samt SÉRSTAKLEGA vel á Mary Jane! Langbesta lagið!, Thank U, Heart of The House (af Supposed Former Infatuation Junkie '96), 21 Things I Want In a Lover, Flinch, Hands Clean, Precious Things (af Under Rug Swept '02), Excuses, Doth I Protest Too Much, This Grudge, Spineless (af So-Called Chaos '04)


Honorable mention í engri sérstakri röð ...

Christina Aguilera: Ég hef verið að fíla hana meira og meira síðan Stripped kom út. Hún er svo flott ... Christine McVie: Hin dívan úr Fleetwood Mac ... Er oftast skilin útundan í umfjöllunum, þó svo hún eigi langflesta hittarana sem FM gaf út. Æðisleg pía. Ruslana: Hef bara heyrt eitt lag með henni. En það er alveg nóg. Gwen Stefani: Ef það er einhver geisladiskur í ár sem ég er SPENNTUR fyrir þá er það nýji diskurinn með hanni Gwen Stefani! What U Waitin' 4 er bara LAGIÐ! Punktur. Kylie Minogue: Ég myndi ekki setja hana á þennan lista ef ég fílaði ekki svona mikið lögin Slow og I Believe In You sem komu út í ár. Og náttúrulega öll gömlu lögin. Kylie er soldið töff. J-Lo: Let's Get Loud? Feelin' So Good? Play? I'm Real? JENNY FROM THE BLOCK?! J-Lo rúlar feitast! Avril Lavigne: Æi, ég get ekki gert að því ... ég fíla bara allt sem Avril Lavigne hefur gefið út! Barbra Streisand: Woman in Love. Nuff said. Dionne Warwick: Ef þið hafið ekki heyrt/keypt Dionne Warwick Sings the Bacharach/Davis Songbook, þá eruð þið að missa af MIKLU! Elton John: Kommon, hann er langmesta dívan af öllum þessum! Gemma Hayes: Ég álpaðist til að kaupa diskinn hennar eftir að hafa heyrt aðeins eitt lag. Vissi ekkert hver hún var. Vil heyra meira! Meira!!! Lauryn Hill: Hún missti nokkur stig fyrir hina tilgerðarlegu MTV-unplugged plötu, en Lauryn er samt svöl. Man e-r eftir Sweetest Thing laginu? Flottast! Madonna/Esther: Hún hefur átt sínar góðu og slæmu stundir, en það er ekki að ástæðulausu að Madonna er eins stór og hún er. PJ Harvey: Ef ég hefði ekki verið svona obsessed af hinum gellunum uppi þá væri PJ Harvey á aðallistanum ... fékk bara aldrei tækifæri til að kafa í hana. Verður þar næst! Sarah Brightman: Ég var einu sinni með Söruh Brightman æði (í kjölfar Andrew Lloyd Webber æðisins míns), en er ekki með það lengur. Mér finnst samt flottara að heyra Söruh Brightman syngja Nessun Dorma eftir Puccini heldur en e-n karl! KARL!? Mariah Carey: Reyndar heitir hún Mimi Carey núna, því hún er svo "real" ... Whatever. Ég hef alltaf haft soft-spot fyrir henni Mimi.

Ég er örugglega að gleyma MÖÖÖÖÖÖÖÖRGUM, en þetta eru a.m.k. aðaldívurnar í mínu lífi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home