12/24/2004

Hvað er betra til að koma manni í jólaskapið ...

... en að hlusta á Árna Johnssen syngja "undir bláhimni blíðsumarnætur ..."? Eins og hann gerði í dag. Falskt. Og oft.

Ég ætlaði að skrifa hér einhvern langan jóladoðrant, en sé núna að klukkan er orðin hálftvö um nótt og ég er að fara að vinna á morgun, aðfangadag. (Takið eftir því að þessi síðasta komma var sett þangað af mjög útpældum, kaldhæðnislegum, en samt sem áður tilgangslausum, ástæðum ...)

Einhvern veginn tókst jólunum að hverfa inn í allt þetta útskriftardæmi, svo mér finnst ekkert eins og það séu jól á morgun. Vonandi breytist það! Talandi um útskriftina þá gekk allt eins og í sögu - undirritaður fékk meira að segja enskuverðlaunin! - og allur dagurinn var bara virkilega, virkilega skemmtilegur. Fékk líka fullt fullt af skemmtilegum gjöfum en sú frumlegasta af þeim hlýtur að vera gjöf tiltekins Atla Freys Steinþórssonar, en hann gaf mér innrammaða mynd af átrúnaðargoði allra þenkjandi manna, Jóhönnu Sigurðardóttur, áritaða.

Þá var gleðin mikil!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home