12/16/2004

Það verður engin fyrirsögn á þessari færslu ...

Ég ákvað að taka aðeins til í linkunum. Bætti inn nokkrum og ákvað að hætta að skilgreina fólk sem "vini & vandamenn" eða "áhugavert fólk" - það eru allir vinir mínir! Allir!

En ég vil samt sem áður vekja athygli á einu: nýjung sem á sér engan líka í mannkynssögunni; Blogg Eymingjanna. Eymingjarnir eru starfsmenn Eymundsson í Smáralind, en þar er á ferð hressasta fólk í heimi. Á þessu glæsilega bloggi er hægt að lesa um daglegar hugsanir þessarra snillinga, sjá exclusive myndir úr partýunum sem þeir halda OG hægt að hafa samband við þá, via kommentakerfi og gestabók! (Það þarf varla að taka það fram að ég er líka starfsmaður Eymundsson í Smáralind ...)

Hitti hana Lindu áðan og hún benti mér/minnti mig á jólagjafalistann sem ég bloggaði hér fyrir u.þ.b. ári síðan. Sagðist hún eigi ætla að gefa mér gjöf ef ég birti ekki téðan lista. Og þess vegna ætla ég að verða að beiðni hennar.

!!!ÓSKALISTI ERLINGS JÓL 2004!!!

* LOTR: Return of the King - Extended Version: Úje. Á allar hinar svo þessi er nauðsynleg í safnið.

* Spider-Man 2: Sama hér. Á hina og þarf þess vegna þessa. Svo var myndin náttúrulega snilldin eina.

* Gwen Stefani - Love. Angel. Music. Baby.: Svalasta söngkona í heimi (í augnablikinu) og (örugglega ... vonandi ... ) svalasti diskur ársins.

* Stevie Nicks - Allir diskarnir hennar fyrir utan The Wild Heart, sem ég á. Ég held samt að það sé bara hægt að kaupa Trouble in Shangri-La á Íslandi. Já og Timespace, sem er Best-of diskur og mig langar EKKI í!

* Dark Tower VII - Stephen King: Síðasta bókin í þessari líka MÖGNUÐU seríu! Mun ka-tetinu hans Rolands takast það að finna hinn Myrka turn? Can't wait to find out! :D

* Headphones: Svona stór og flott.

* Apple Powerbook með súperdræfi. Það hlýtur einhver að eiga 300.000 kall sem hann þarf ekki á að halda ...???

Þetta er það eina sem mér dettur í hug. Ég veit að mig langar í fullt annað, en ég er ekki þannig manneskja að ég verði fúll ef ég "fæ ekki það sem mig langar í". Mér finnst það bara yfir höfuð gaman að fá gjafir og enn skemmtilegra að gefa þær, sama hverjar gjafirnar eru!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home