12/11/2004

SAW, Klímöx og Listmania continues

Fór í gær á SAW, myndina sem ég er búinn að bíða eftir leeeeengi, lengi. Og hvað fannst mér?

Ef ég hefði skrifað þessa færslu í gær þá hefði ég sagt að ég hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum ... en í dag ... eftir því sem ég hugsa meira um myndina ... því betri finnst mér hún.

Saw er, einfaldlega, æðisleg hryllingsmynd!



Hún stóðst samt sem áður ekki væntingar mínar, en ég bjóst líka við hryllingsmynd til að enda allar hryllingsmyndir. Saw er hryllingsmynd sem er gerð af hryllingsmyndaaðdáendum og er gerð af mikilli ástríðu og með miklum stíl. Hins vegar er það augljóst að gaurarnir sem gerðu hana voru að reyna eins og þeir gátu að troða inn öllu því sjúkasta og yfirgengilegasta sem þeir gátu ímyndað sér, og fyrir vikið er myndin stundum eins og röð af sjúkum, sjúkum atriðum með engan annan tilgang. En ég spyr, er það nokkuð slæmt? Ef þú ert hryllingsmyndafrík eins og ég þá er svarið nei. Þetta er bara virkilega hressandi miðað við það að síðasta "sjúka" hryllingsmyndin frá Hollywood var endurgerðin af Texas Chain Saw Massacre. Úje. Eða þannig.



Saw er samt sem áður nokkuð gáfulega skrifuð, tíminn er brotinn upp svo maður veit aldrei almennilega hvar (hvenær) maður er staddur, og hún vísar svo mikið í eldri hryllingsmyndir að það vaðrar við að maður segi að hún steli. En fyrst Quentin Tarantino má gera þetta, af hverju ekki James Wan? Og það eykur líka bara á ánægjuna að sjá óspart vísað í myndir á borð við Black Christmas, Exorcist III, Profondo Rosso og Rear Window, en allar fjórar eiga nokkur augljós atriði í Saw.



Það sem fór mest í mínar fínustu var endirinn, sem ... ja ... án þess að segja of mikið þá vil ég segja að ég var virkilega óhress með það hver morðinginn var en virkilega hress yfir því hvernig hann var "uppljóstraður". Málið er að ef myndin hefði gengið einu skrefi lengra og verið virkilega over-the-top þá hefði hún gert meira úr morðingjanum, en í staðinn er hann bara svona plot-device sem fær smá (algjörlega óþarfa) útskýringu í lokin. Þetta var semsagt soldið anti-klímax inni í annars fínu klímaxi ...



Og talandi um klímöx ... á leiðinni heim úr bíóinu stóð ég mig að því að búa til, algjörlega ósjálfrátt, lista yfir gjörsamlega FULLKOMIN klímöx í kvikmyndum! Það er nefnilega svolítil list í sjálfu sér að búa til endi á kvikmynd sem virkar fullkomlega. Fullkominn endir getur nefnilega gert kraftaverk; endirinn er það síðasta sem áhorfandinn sér og þ.a.l. síðasti sénsinn fyrir leikstjórann að hafa áhrif á hann. Frábær endir getur gert meðalmynd að einhverju aðeins meira - alveg eins og lélegur endir getur eyðilagt jafnvel bestu myndir. Þess vegna sagði ég að ef ég hefði skrifað þetta í gær þá hefði ég sagt að Saw hefði valdið mér vonbrigðum - vegna þess að endirinn gerði það. En það var líka BARA endirinn sem gerði það, og það voru líka ekkert mikil vonbrigði. Ég vil því taka það fram áður en lengra er haldið að Saw er brjálæðislega skemmtileg hryllingsmynd, full af sjúkum og ógeðslegum pælingum og nokkrum virkilega intense og creepy atriðum. Og, eins og áður sagði, ef þið eruð hryllingsmyndafrík þá eigið þið örugglega eftir að fíla myndina ennþá betur. Eða finnast þið hafa verið svikin og hata hana ... Whatever, your loss.

Þegar ég fór að gera þennan klímaxa-lista þá komst ég að því að það voru miklu fleiri myndir með fullkomin klímöx en ég hélt í fyrstu, svo eftirfarandi er listi yfir HRYLLINGSMYNDIR sem innihalda fullkomin, gæsahúðar-inducing, eftirminnileg klímöx!

7. Það er reyndar svoldið svindl að setja Poltergeist á þennan lista, því ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af endanum á henni, þó svo hann sé í sjálfu sér fínn. Ég bara þoldi það ekki að myndin klímaxar fullkomlega nokkrum mínútum fyrr ... atriðið þegar Diane og Steve kveðjast áður en Diane fer "into the light" er bara fullkomið í alla staði. Og tónlistin eftir Jerry Goldsmith eykur á fullkomnunina.


6. Blóðugasti endir sem ég hef séð fyrir utan Braindead eftir Peter Jackson er án efa endirinn á Tenebrae. Hendur eru hoggnar af. Blóð sprautast í lítratali á hvíta veggi. Hálsar eru skornir. Listaverk reka manneskjur á hol. Og blóðið flæðir og flæðir. Fyrir utan það að við komumst að því að ... ja, sjáið bara myndina.


5. Ok, Basic Instinct er kannski ekki hryllingsmynd, en hún er blóðug. Og spennandi. Og með allsvakalegan endi. Það sem hjálpar Basic Instinct að eiga svona geðveik endalok er tvennt: Tónlistin eftir Jerry Goldsmith er svo mikið klímax útaf fyrir sig að það hálfa væri nóg. Og svo elska ég að Paul Verhoeven feidar út í svart og svo aftur inn til þess að sýna síðasta sönnunargagnið ... sem í sjálfu sér segir okkur ekki neitt en gefur ýmislegt í skyn ...


4. Brian De Palma er konungur yfirdrifinna enda, en á toppnum hlýtur að sitja Raising Cain. Raising Cain er alls ekki besta mynd De Palma, og er í raun smá guilty-pleasure hjá mér, en hún inniheldur ekki bara eitt heldur tvö svakaleg klímöx. Það fyrra er nú bara svo ýkt að það er ekki annað hægt en að dást að því, í allri sinni slo-mo dýrð, og hitt er, þó svo það sé gjörsamlega stolið úr Tenebre (sjá fyrir ofan), svo over-the-top og hálf-fáránlegt að ég skil ekki ennþá af hverju þessi mynd er ekki þekktari en raun ber vitni!


3. Endirinn í Don't Look Now meikar svosem ekki mikið sens ef maður spáir í hann á rökréttan hátt, en á pjúra-tilfinningalegan hátt er hann magnaður; og svo náttúrulega uppfullur af symbólisma o.s.frv. eins og reyndar öll myndin. Maður fær þvílíka gæsahúð en veit eiginlega ekki af hverju ... Klassískur endir.


2. Ah, Profondo Rosso. Eitt stærsta svindl kvikmyndasögunnar. Ja, eða a.m.k. fyrir þá sem fíla ítalskar hryllingsmyndir. Alla myndina er aðalpersónan að reyna að muna hvað hún sá í byrjuninni ... svo kemur það sem maður heldur að sé endirinn og maður hættir að spá í hverju gaurinn gleymdi ... og þegar maður heldur að allt sé búið þá allt í einu man hann hvað það var ... og maður fattar að Dario Argento sýndi okkur hver morðinginn var á fyrstu 10 mínútunum! Gæææææææsahúð!


1. Móðir allra sjokk-enda er án efa í Les Diaboliques. Ef þið trúið því ekki að það sé hægt að deyja úr hræðslu, þá mæli ég með þessari! Eyðileggur samt smávegis að aðeins nokkrum sekúndum eftir mesta sjokkið kemur hálf smekklaus brandari ... oh well ... og svo skilaboð frá leikstjóranum þar sem áhorfendur eru beðnir um að uppljóstra ekki endalokunum! Svona á að gera það! :D



Eins og alltaf með svona lista þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég er að gleyma einhverju og þetta eru nú allt saman mínar persónulegu skoðanir. But feel free to comment anyway!

Núna bíð ég spenntur eftir Saw á DVD, uncut í allri sinni ógeðslegu dýrð!

Og nú lýkur einnig umfjöllun minni á þessari ágætu mynd fyrir fullt og allt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home