6/19/2004

Myndbandaraunir

Í gær þegar ég fór út að taka vídjó (því ekkert er betra í þessum heimi en að slappa af með nokkrar góðar myndir) þá hitti ég fyrir stóran stúlknahóp, ca. 15-16 ára gamlar, sem var í leit að góðri hryllingsmynd fyrir kvöldið. Einhverjar af stelpunum hljóta að hafa verið vel skólaðar í hryllingsmyndafræðum, því margir titlanna sem þær nefndu hljómuðu vel í eyrum mínum, og sem sjóað hryllingsmyndafrík get ég sagt að það þarf mikið til ef á að heilla mig upp úr skónum með hryllingsmyndavali.

Þegar ég yfirgaf staðinn voru þær samt sem áður búnar að velja þessa mynd. Hvílík sóun.

Ég tók hinsvegar myndirnar American Splendor og Donnie Darko. Báðar voru góðar, en Donnie Darko var sérstaklega eftirtektarverð. Ég dýrkaði það hvernig Richard Kelly, leikstjórinn, náði að skapa algjörlega súrrealískt en samt eðlilegt andrúmsloft. Uppáhaldssenan mín í myndinni er án efa skólasenan: fyrri hluti senunnar er allur í slo-mo með engu hljóði öðru en hinu magnaða lagi "Head over Heals" með Tears for Fears og er í einni langri töku. Seinni hlutinn er líklegast furðulegasta kynning-á-nýja-nemandanum-atriði sem ég hef séð. Meikar ekki neitt sens ... but it feels right. Ég varð ástfanginn af myndinni í þessu atriði. Ég ætla reyndar ekki að vera eins og margir aðrir og pæla þessa mynd til dauða (hún er alltof flókin til þess ...)

Svo hef ég líka farið nokkuð oft í bíó í vikunni ...

Troy: Leiðinleg, ljót og illa, illa leikin mynd. Verst eru Orlando Bloom og Diane Kruger sem Paris og Helena. Orlando er auðvitað svo náttúrulega hæfileikalaus að það var ekki annað hægt en að fá algjörlega karakterlausa og vofulega mótleikkonu fyrir hann. Ömurleg mynd.

Mean Girls: Ég fílaði þessa mynd í botn. Hún er virkilega fyndin og skemmtileg og er með feelgoodgenið á hreinu. Miklu betri mynd en margir halda.

The Ladykillers: Mikil vonbrigði frá Coen-bræðrum, en alls ekki einskis virði. Ótrúlega töff myndataka og Irma P. Hall og Tom Hanks eru briiiiilliant.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home