6/12/2004

Færslan sem hvarf ...

Ég skrifaði þetta fyrir nokkrum dögum en blogger lét eitthvað illa og eyðilagði allt saman, svo ég hélt að færslan hefði horfið í heild sinni. En viti menn! Hún var bara ekkert horfin, og birtist því hér með:

Krítík

Í dag birtist fyrsta fjölmiðlakrítíkin um Hjartslátt í Morgunblaðinu. Það var Arnar Eggert Thoroddsen, skyldmenni mitt, sem skrifaði gagnrýnina og var hún mjög jákvæð, jafnvel þó við höfum verið sögð nördaleg. Við erum náttúrulega hreykin af nörddómi okkar, annars værum við ekkert að þessu. Ég vildi þó að minn nördismi fengi meiri athygli, og því er aldrei að vita nema umfjallanir um evrópskar hryllingsmyndir eigi eftir að finna sér stað í næstkomandi Hjartsláttarþáttum. Kannski.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home