5/28/2004

Overload ...

Ég er að nýta mér þessa stuttu pásu á milli stúdentaveisla til að blogga smá og láta ykkur vita hvað ég hef verið að bardúsa síðastliðna daga. Ég vil þó byrja á því að segja að stúdentaveislur eru ekkert grín. Fyrir utan það að maður neyðist til að fara í a.m.k. þrjár á tveggja klukkutíma tímabili, þá þarf maður líka að koma með gjöf til að gefa þessum nýstúdentum. Og það, skal ég segja ykkur, er ekkert glens. Ég tel mig þó hafa fundið góða lausn á þessu máli að sinni og fengu öll stúdentsefnin mjög menningarlegar gjafir sem eiga að koma þeim að góðum notum í menningarlegri framtíð þeirra.

Svo fór ég að sjá Harry Potter í gær. Á sér-forsýningu. Í VIP salnum. FRÍTT! Já, maður má monta sig smá ... Potterinn var bara nokkuð góður. Miklu betri en í mynd nr. 2 sem ég fílaði ekki neitt. Myrk og flott fantasía. Dawn French átti óumdeilanlega besta atriðið. Mæli eindregið með þessari :)

Ég á núna í heljarinnar vandræðum með að dánlóda tónlist af netinu ... lögin eru alltaf ónýt. Fyrstu 10-20 sek. eru í lagi en svo heyrist eitthvað hræðilegt, ógeðslegt garg sem gefur mér alltaf gæsahúð. Óþolandi.

Mér fannst samt eins og ég hefði meira að segja ... en svo er ekki. Búið í bili!

EDIT: Jú, ég man núna hvað ég ætlaði að segja. Fyrir þáttinn í næstu viku fengum við "Búðabandið" til að spila fyrir okkur í dag á Austurvelli. Þið kannist kannski ekki við hljómsveitina núna, en ég lofa ykkur því að hér er á ferðinni band sem vert er að kannast við. Þau tóku fyrir okkur "We Don't Need Another Hero" með Tinu Turner og tóku það svo vel að það var ekki fyndið. Þau munu svo spila á Prikinu á hverju föstudagskvöldi frá 8-11 í sumar. GO THERE! Ég er að reyna að ná í Turner-útgáfuna núna því þetta er bara meeeeega-flott lag (þó svo ég verði að segja að Búðabands-útgáfan hafi verið betri og flottari en Tinu Turner-útgáfan!!!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home