5/12/2004

Kannski eru þetta old news ...

... en þetta nýja blogger-dæmi er alveg skelfilegt. Ég þoli ekki þegar stílnum á hlutum er breytt þegar maður er orðinn vanur þessu gamla. Ég man t.d. þegar kvikmyndatímaritið Empire (sem ég var áskrifandi að í dágóðan tíma) tók sig til og breytti um stíl. Þá skrifaði ég ansi harðyrt bréf til ritstjórnarinnar en ekki var tekið mikið mark á því.

Annars ætlaði ég bara að blogga til þess að segja ykkur að í dag tek ég mitt síðasta próf þessa önnina (nei, ég er ekki alveg búinn með skólann ... því miður ...) og eftir það verður (kannski) bloggað með jafnari höndum, svona eins og áður fyrr. Hér í den. Í gamla daga. The days of yore.

Svo langar mig líka að segja ykkur aðeins frá DVD-ævintýrum mínum! Í gær tók ég mér smá pásu frá lærdómnum til að tékka á nokkrum ítölskum myndum sem mig langar ógeðslega að panta mér (þ.e. L'Uccello dalle piume di cristallo og La Sindrome di Stendhal). Þessi eina ferð vatt þó svolítið upp á sig og á endanum var ég búinn að finna mér fjórar ítalskar myndir í viðbót sem ég ætla að kaupa einhvern tímann, þar af ein sem ég á nú þegar (en mig langar í "Integral version" með ítalska dubbinu ...) Var þetta ekki spennandi saga?

Lag dagsins (eða frekar gærdagsins): Friend of mine með Liz Phair.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home